Höfuðvandi Framsóknar er flokkurinn sjálfur
23.9.2014 | 18:20
Flestir stjórnmálaflokkar hafa sinn djöful að draga. Misjafnlega stóran og bagalegan -fortíðarvanda. Í því efni á enginn stjórnmálaflokkur Íslenskur í sömu erfiðleikum og Framsóknarflokkurinn. Höfuðvandi Framsóknarflokksins er nefnilega Framsóknarflokkurinn sjálfur - í heild sinni. Aðeins ein lausn er þekkt við þeim vanda sjálfsvíg!
Öllum er í fersku minni óráðs kosningaloforð Framsóknar, -allt fyrir alla-, fyrir síðustu Alþingiskosningar, hvar flokkurinn laug og sveik sig til sigurs. Svo ekki sé minnst hneykslið í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Enn bullar formaður Framsóknar, hástemmdar yfirlýsingar og loforð, falla á bæði borð. Sigmundur boðar að endalok notkunar jarðefnaeldsneytis á Íslandi sé handan við hornið, að því sé unnið hörðum höndum. Ætli vel brýndur niðurskurðarhnífurinn sé ekki helsta verkfærið í því máli sem öðrum?
Eðlilegt væri að Framsóknarflokkurinn færi að efna eitthvað af óefndum kosningaloforðum áður en fleiru er lofað. Þeir eru þegar orðnir nokkrum kosningum á eftir sjálfum sér. Þeir gætu t.a.m. byrjað á Ísland fíkniefnalaust fyrir árið 2000! Nema auðvitað að þegar sé hafin vinna að því og unnið höndum hörðum að það takmark náist.
En sennilega var bullið í Sigmundi á fundi SÞ ekki ætlað til heimabrúks frekar en annað raup hans erlendis.
![]() |
Ísland hætti að nota jarðefnaeldsneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Ef menn segjast ætla að hætta að nota jarðefnaeldsneyti verða menn líka að finna út úr því hvað á að nota í staðinn. Þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni - það kemur ekkert í staðinn.
Vindmyllur sem framleiða rafmagn drepa árlega mikinn fjölda fugla. Er það í lagi?
Svo má ekki virkja og reisa háspennumöstur því þau eru umhverfislýti. Umhverfisverndarsinnar virðast halda að þeir geti bæði sleppt og haldið.
Helgi (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 18:32
Höfuðvandi Framsóknarflokksins í augnablikinu er Sjálfstæðisflokkurinn.
Aztec, 23.9.2014 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.