Mafía er bankinn og Mafía skal hann heita

Lágmarksgjald fyrir þessa „þjónustu“ Arion banka, sem er nákvæmlega engin, er 990 krónur! Ef konan hefði verið með minna en 990 krónur í mynt, hefði hún augljóslega lent í skuld við bankann. Bankinn hefði svo rukkað þá skuld með sínum hefðbundnu óþverra aðferðum og kostnaði, út yfir gröf og dauða.  

Á Íslandi eru svona rán stunduð fyrir opnum tjöldum, með velþóknun ríkisstjórnar og Alþingis. Ekkert má trufla  Mammon og lögverndaðan djöfladansinn í kringum hann.

Best gæti ég trúðað því að fjármálaráðherranum líði illa að geta ekki skattlagt 72ja krónu „hagnað“ konunnar sem hún gekk með út, úr greipum Mafíunnar.


mbl.is Sat eftir með aðeins 72 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, ég er ekki í vafa um að Skattgrím J., þennan auðsveipa skóþræl bankamafíunnar, hefði klæjað í fingurna þegar hann var fjármálaráðherra á sínum tíma.

Pétur D. (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 13:40

2 identicon

Ef henni líkaði ekki verðið á þjónustunni af hverju notaði hún ekki sína eigin mynttalningarvél?

Æi (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 19:57

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þú hefðir lesið fréttina Æi, þá hefðir þú séð þetta:

Her­dísi Her­berts­dótt­ur brá í brún þegar hún fór með 1.062 kr. af silfraðri mynt í sjálfsaf­greiðslutaln­inga­vél sem tek­ur við smá­mynt í Ari­on banka í Kringl­unni. Henni til undr­un­ar tók bank­inn 990. kr fyr­ir veitta þjón­ustu og sat hún eft­ir með 72 krón­ur eft­ir að hún hafði notað vél­ina. Merk­ing­ar eru við hlið vél­ar­inn­ar þar sem skýrt er frá því að tekið er gjald fyr­ir þjón­ust­una frá þeim sem ekki eru í viðskipt­um við bank­ann. Ekki er tekið gjald af viðskipta­mönn­um hans.

Tók hún ekki eft­ir þeirri merk­ingu en þess­ar upp­lýs­ing­ar voru að henn­ar sögn ekki í tölvu­kerfi eða á vél­inni sjálfri. „Ég hefði kannski getað kynnt mér þetta bet­ur og ég hélt kannski að ég myndi þurfa að borga eitt­hvað smá. En það hvarflaði ekki að mér að þetta væri svona hátt verð,“ seg­ir Her­dís.

-----

Síðar segir í fréttinni:

 Tek­in eru 3% af myntupp­hæðinni í Lands­bank­an­um og hefði Her­dís því greitt 32 krón­ur fyr­ir þjón­ust­una þar. Ekk­ert gjald er tekið fyr­ir notk­un á sjálfsaf­greiðslutaln­inga­vél­um í Íslands­banka óháð því hvort viðkom­andi eigi í viðskipt­um við bank­ann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2014 kl. 21:04

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held Pétur að ekki halli á Steingrím sé skattastefna núverandi stjórnar og þeirrar fyrrverandi bornar saman.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2014 kl. 21:16

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þessi banka mafía reynir altt til að féfletta almenning svo að þeir geta gefið lán (peningagjafir) til stóru fjárfestana sem fara a hausinn aftur og aftur með nýjar kennitölur. Einhver verður að borga brúsann.

Eg fæ grænar bolur a afturendan þegar eg kem inn i banka byggingar hvar svo sem þær eru, a Íslandi og öðrum löndum. Þetta eru oþvera stofnanir og mikið af fólkinu sem starfar i þessum stofnunum og þá er eg að tala aðallega um toppana, eru viðbjoðslegir óþverar.

Kveðja fra Ebolu ríkinu Texas

Jóhann Kristinsson, 2.10.2014 kl. 21:27

6 identicon

Ekki geng ég inn í Bónus og fer að éta kiwi vegna þess að ég sá ekki verðmiðann. Seinni parturinn, ég skil bara ekkert hvað verðlagning annarra banka kemur málinu við, eða ertu að hvetja til verðsamráðs á bankamarkaði?

æi (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 21:44

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skrifa undir þetta Jóhann.

Kveðja til Texas. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2014 kl. 22:16

8 identicon

Í Íslendingsins augum eru allir sem ekki veita honum ókeypis vöru og þjónustu glæpamenn. Það er mafía sem ekki buktar sig og beygir fyrir Íslendingnum í hásæti sínu. Krimmar sem hvorki gefa Íslendingnum vinnu né gull. Skömm sé þeim sem ekki fyllist gjafmildi við það að sjá Íslending.

Það ætlar að taka langan langan tíma fyrir Íslendinga að fatta það að bankar eru ekki góðgerðarstofnanir.

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.10.2014 kl. 16:20

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú talar tæplega fyrir aðra en sjálfan þig Hábeinn. Þú átt samúð mína óskipta, það er ekkert gaman að vera svona.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.10.2014 kl. 18:33

10 identicon

Sanngjarnara væri að rukka aðeins fyrir rafmagnsnotkunina. Sem stórkúnnar fá bankarnir rafmagnið frá OR á föstu verði, kWst. á tæplega 42 kr./dag (með vsk.). Segjum svo að talning á rúmlega 1000 kr. í smámynt taki í mesta lagi 10 mínútur, þá ætti gjaldið að vera 42/(24*6) = 30 aurar. Jafnvel þegar viðhald og innkaup (eftir afskriftir, sem dregnar eru frá skatti) eru tekin með í reikninginn, yrði þetta varla nema nokkrar krónur. Því að eins og Herdís segir sjálf: Engin manneskja á tímakaupi kemur nærri talningunni.

En Ísland er ekki eina landið þar sem bankar græða á okrinu, í öðrum löndum hafa þeir einnig verið harðlega gagnrýndir. En þar sem frjáls álagning á "þjónustu" tíðkast, þá má víst ekki setja lög á gjaldtöku þeirra. En svo eru bankarnir líka að nota gjöldin í samkeppnisaugnamiði til að fá nýja viðskiptavini, sem þá geta valið milli hárra og enn hærri gjaldtöku, sem er blóðugt því að bankarnir græða þegar milljarða á gjaldeyrisviðskiptum (og leggja þóknun ofan á) og hafa ekkert látið viðskiptavinina njóta góðs af sparnaði bankanna í sambandi við aukna sjálfvirkni (t.d. heimabankana) og fækkun starfsliðs. Ekki nóg með það, heldur hafa sumir bankar stórgrætt á því að svíkja ævisparnað út úr fólki sem var svo naïvt að treysta fjármálaráðgjöf þeirra.

Svo að þannig séð er rétt að líkja bönkunum við mafíuna. En kannski eru blóðsugurnar sem nærast á mafíustarfseminni, s.s. sjálftökuliðið í skilanefndunum, ennþá meiri viðbjóður.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.10.2014 kl. 14:59

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér var spurt í fyrirsögn um daginn (og fór þó fram hjá mér - og umræðutíma þar lokið):

"Kærði Jón Valur Jensson kynfræðsluna í Selfosskirkju?"

Nei, kærandinn var einhver annar en ég, en kæran var sannarlega eðlileg.

Jón Valur Jensson, 9.10.2014 kl. 11:15

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir upplýsingarnar Jón og að sjálfsögðu skal hafa það sem sannara reynist. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.10.2014 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.