Klárlega heilbrigðismál - að seinka klukkunni

Þing­menn allra flokka hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að seinka klukk­unni á Íslandi um eina klukku­stund. Tillagan gerir ráð fyrir að áfram verði sami tími allt árið.

Það væri afar skynsamlegt  að seinka klukkunni á Íslandi um eina stund. Flest mælir með þeirri breytingu, fátt í mót. Mesta hagræðið, auk þess að færast af breskum tíma yfir á réttan staðartíma, er að yfir dimmasta tíma ársins færist vinnudagurinn betur inn í birtuna á morgnanna.

Breytingin gæti stuðlað að betra geðheilbrigði hjá æði mörgum sem eiga erfitt í myrkrinu á morgnanna.

 


mbl.is bbbVilja seinka klukkunni um klukkutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 12:07

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það þarf nú ekki meira til en að skoða hnattstöðu Íslands, til að sjá þetta.  Það er ekki að ástæðulausu sem jörðinni er skipt niður í tímabelti.  Það sem hefur háð okkur er að við VILDUM vera á GMT (Greenwich Mean Time) en það er það tímabelti þar sem 0-lengdarbaugur miðast við, en málið er að við erum þar ekki og allan þennan tíma höfum við verið á vitlausu tímabelti.  Tímarnir hækka til austurs en lækka til vesturs.  Þetta leiðréttir ekki skekkjuna að fullu (munurinn er einn og hálfur tími) en þetta er í áttina og vonandi ber okkur gæfa til að þetta verði samþykkt á Alþingi.

Jóhann Elíasson, 2.11.2014 kl. 12:22

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Því hefur aðallega verið haldið fram að núverandi fyrirkomulagi fylgi viðskiptalegt hagræði. Þá séum við nær viðskiptalöndum okkar í Evrópu, hvað skrifstofutíma varðar. Þetta er auðvitað haldlaust bull þegar á heildina er litið. Þeir fáu sem sem hafa viðskiptalega hagsmuni af núverandi tíma gætu einfaldlega byrjað sinn vinnudag klukkutíma fyrr í stað þess að þvinga þetta árans óhagræði upp á alla þjóðina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2014 kl. 13:06

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sjaldan hef ég verið svona algjörlega sammála þér..............

Jóhann Elíasson, 2.11.2014 kl. 13:10

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sumartími er rugl, að vera að hræra í klukkunni tvisvar á ári skapar bara rugling og glundroða. Meirihluti landsins er allt árið á UTC -1 tímabeltinu, nema allra vestustu annes sem ná rétt aðeins inn á UTC -2. Þessi svæði eru þau sömu allt árið og breytast ekki eftir árstíðum. Ef menn vilja seinka klukkunni eiga þeir þá að skilgreina landið sem hluta af öðru hvoru þessara tímasvæða allt árið, en sleppa því alveg að vera að hringla með það.

Ef það á að láta landafræðina ráða þessu þá ættum við líka í leiðinni að ganga úr Evrópu og gerast hluti af N-Ameríku þar sem 80% af bæði landrými og mannfjölda Íslands eru niðurkomin.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.11.2014 kl. 13:11

6 Smámynd: Aztec

Guðmundur, ég held að ekki sé verið að leggja til að færa klukkuna fram og tilbaka tvisvar á ári, einungis seinka henni og hafa hana þar til frambúðar. Þar eð Ísland er svo norðarlega að hugmyndin um "daylight saving time" (þ.e. flýta klukkunni yfir sumarið og seinka henni um haustið) væri tilgangslaust hér á landi og hrein heimska.

Ég geri rað fyrir, að aðalástæðan fyrir því að flýta klukkunni hér á sínum tíma hafi verið að samræma skrifstofutímann milli annars vegar Íslands og hins vegar restina af Evrópu, en þetta var fyrir daga internetsins og almenna notkun farsíma þegar flest samskipti voru símleiðis í fastnetssíma milli stofnana og fyrirtækja. Nú skiptir það engu máli lengur.

Aztec, 2.11.2014 kl. 14:30

7 identicon

Reykjavík 1. janúar: Sólarupprás:11:21, Sólarlag:15:41 eins og nú er eða Sólarupprás:10:21, Sólarlag:14:41 eins og lagt er til. Það er spurningin. Hvort er betra? Hvenær viljum við njóta dagsbirtunnar?

Hvort við viljum aka til vinnu í björtu og frá vinnu í myrkri eða öfugt skiptir varla miklu máli. Hvort við viljum myrkur fyrr um helgar skiptir e.t.v. meira máli. Hvort við viljum birtuna fyrr á morgnana eða hvort hún nái lengra inn í kvöldið. Viljum við fórna klukkutíma af síðdegisbirtu fyrir klukkutíma af morgunbirtu? Hvort hefur meiri áhrif á okkur að hafa bjart meðan við erum í vinnunni eða þegar við komum heim?

Hanna (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 16:05

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alveg sammála þér, Axel.  Klárlega er það bæði heilbrigðis- og vinnuverndarmál að seinka klukkunni og koma landinu nær raunsólartíma.

Hvað varðar viðskiptahagsmuni, þá liggur beinast við að benda á USA.  Þar vakna viðskiptajöfrar á vesturströndinni fyrir allar aldir til þess að eiga samskipti við kollegana á austurströndinni!  Íslenskum þarf því ekki að vorkenna með enn minni tímamun gagnvart Evrópu.  

Kolbrún Hilmars, 2.11.2014 kl. 16:15

9 Smámynd: Sigurjón

Þetta er tómt, helvítis kjaftæði.

Til hvers á að birta fyrr á morgnana þegar langflestir vakna og fara beint til vinnu eða í skóla í upplýst, upphitað hús? Hvaða tilgangi þjónar það?

Ég veit ekki með ykkur, en ég vil hafa bjart þegar ég er búinn í vinnunni og fer heim til að sinna áhugamálum og húsverkum í garðinum og annað. Með þessu væri verið að taka kvöldsólina af okkur og ég má við ýmsu öðru en því. Þessir morgunhanar mega eiga sig og ég ætla að standa fyrir uppreisn okkar nátthrafnanna gegn svona vitleysu! <Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér>

Sigurjón, 2.11.2014 kl. 17:40

10 identicon

Tek heils hugar undir þetta. Seinkun klukkunni um 1 klst eins og eðlilegt er. Það er auðveldara að vaka fram eftir í myrkri en að rífa sig á lappir í myrkri - fyrir lang flesta allavega.

Brynjar (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 17:57

11 identicon

Ef það eru birtuklukkustundir sem þjóðin nýtur sem verið er að sækjast eftir þá viljum við að birti eftir að flestir eru vaknaðir en ekki meðan margir sofa. Eftir því sem birtir fyrr fara fleiri birtutímar í svefn. Heildar vökustundum í birtu fækkar við þessa breytingu. Fleiri heildar vökustundir þjóðarinnar í myrkri fást með því að færa klukkuna eins og lagt er til.

Annars hefur breyting á klukkunni um klukkutíma ekkert með heilbrigði, vinnuvernd eða viðskipti að gera. Hún kemur sér vel fyrir suma en illa fyrir aðra, og allir telja sig tilheyra meirihlutanum sem á að ráða. Þarna er einfaldlega verið að sóa tíma í að ræða breytingu sem yrði gerð eingöngu til að breyta og hefði engin merkjanleg áhrif á neitt.

Vagn (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 18:57

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er spurning Sigurjón, hvort þú ættir nokkuð að hafa fyrir því að fara á fætur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2014 kl. 19:29

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Væri þá ekki einfaldast Vagn, að sofa á veturna og vaka á sumrin?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.11.2014 kl. 19:31

14 Smámynd: Aztec

Ég tel að heilsufarsleg áhrif á seinkun klukkunnar séu engin. En það er haft með í frumvarpinu til þess að það renni betur niður.

Fyir mitt leyti skiptir einn klukkutími engu máli. Ef það ætti að elta birtuna á morgnana þyrfti að seinka klukkunni um eina klst. í hverjum mánuði frá hausti og síðan byrja að flýta henni aftur um 1 klst. í hverjum mánuði frá vorinu. Það væri jafnbjánalegt og að flýta henni um eina klst. vegna birtunnar eða myrkursins hér á landi. Það hrjáir mig ekkert persónulega að vakna í myrkri frekar en birtu. Það er ekki myrkrið sem hrjáir mig, heldur rigningin, rokið og kuldinn. Þess vegna væri það heilsusamlegast að flytja hreinlega af landinu.

Eiginlega er ég alveg sáttur við að það sé notaður GMT (UTC) hér á landi og ég tek aldrei eftir því hvort sólin sé í hásuðri eða austsuðaustri á hádegi, mér gæti ekki verið meira sama.

Það eina sem vlæri jákvætt væri það að þá væri einnar klukkustundar minni tímamunur á íslenzkum tíma og mexíkönskum.

Aztec, 2.11.2014 kl. 19:43

15 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Laga klukkuna.

Það þarf ekkert að færa hana fram um klukkustund að sumri eða hræra í þessu eitt eða neitt.

Þeir sem eiga viðskipti við önnur fjarlæg tímabelti, s.s. eins og Asíu og slíkt gera það áfram. Aðrir, líkt og þeir sem versla með ferskan fisk til Evrópu, vakna einfaldlega aðeins fyrr en hinir. Ekkert mál. 

Sindri Karl Sigurðsson, 2.11.2014 kl. 21:36

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekkert lifir á jörðinni án sólarinnar. Þess vegna eiga allar þjóðir að stilla sig inná sem mesta sólarorku.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.11.2014 kl. 00:01

17 identicon

Ég ákvað bara sjálfur að breyta klukkunni minni !!

Óli Lokbrá (IP-tala skráð) 3.11.2014 kl. 00:25

18 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er virkilega enginn sem áttar sig á því að við erum að tala um örfáa daga á ári, vor og haust, sem bætist við þá daga sem fólk mun ferðast til vinnu á morgnana í björtu. Að sama skapi fækkar jafn mörgum dögum hvert vor og hvert haust þar sem við komum heim úr vinnu í björtu.

Að öðru leyti breytir þetta engu, við munum njóta jafn langrar dagsbirtu eftir sem áður, mikillar á sumrin en lítillar á veturna. 

Það hlýtur að vera eitthvað uppilegra sem þingmenn geta tekið sér fyrir hendur en svona bull. 

Gunnar Heiðarsson, 3.11.2014 kl. 01:07

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef þetta er svona ómerkilegt mál Gunnar, yfir hverju ertu þá svona æstur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.11.2014 kl. 04:29

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ef við erum að hugsa um heilbrigðið þá er núverndi kerfi betra að mínu mati. Það er bjartar lengur frameftir síðdegis og því gefst meiri tími fyrir holla útivist.

Ég vil því hafa núverandi fyrirkomulag áfram, enda tel ég það ótvírætt heilsusamlegra.

Ágúst H Bjarnason, 3.11.2014 kl. 12:42

21 identicon

Er ekki rétt að prófa þetta og vita hvernig fólki finnst. Hinsvegar er nú þannig með letingjann að sama hvað hlaðið er undir rassgatið á honum verður hann bara latari og værukærari.

HK (IP-tala skráð) 3.11.2014 kl. 18:05

22 identicon

Hvað með að láta klukkuna vera og taka upp meiri sveijanleika á vinnutíma og seinka upphafstímum í skólum, það mun létta á allri umferð í leiðinni og vera næst því að gera öllum til hæfis.

Sigurjón (IP-tala skráð) 3.11.2014 kl. 22:00

23 Smámynd: Sigurjón

Maður spyr spurninga og hvað er svarið annað en:
"Það er spurning Sigurjón, hvort þú ættir nokkuð að hafa fyrir því að fara á fætur!"
Engin rök, engar vísanir í annarra manna rök, hvað þá vísindi og rannsóknir.

Rakalaus þvæla sem höfundur viðhefur og er þar af leiðandi marklaus með öllu. Ekki undarlegt að þessi klukkuumræða komi fram nánast á hverju ári en klukkunni er aldrei breytt. Henni verður ekki breytt vegna þess að það eru engin rök fyrir að breyta henni.

Sumir segja að það sé svo gott að vakna í björtu klukkutíma fyrr 40 daga á ári, en það eru svo miklu fleiri sem vilja hafa klukkutíma birtu lengur fram á kvöld þegar fólk er flest í fríi. Þessu verður ekki breytt, sem betur fer og er það vel.

Sigurjón, 4.11.2014 kl. 00:55

24 identicon

Sæll nafni,þetta var nú bara hugleiðing og það að vakna er ekki vandamálið, væri til í að vakna jafnvel fyrr.

En hvað veit ég og er gjörsamlega röklaus gagnvart þér nafni sem greinilega veist meira en aðrir.

Sigurjón (IP-tala skráð) 4.11.2014 kl. 07:46

25 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Aztec það var rétt sem þú bentir á að það er ekki verið að leggja til sumartíma heldur varanlega breytingu á tímabelti.

Það styð ég svosem, þar sem það felur í raun aðein í sér aðlögun að raunveruleikanum. Miðað við hnattstöðu er Ísland að mestu leyti á tímabeltinu UTC-1:00 og vestustu annes ná reyndar inn á UTC-2:00. Þess vegna væri eðlilegast að miða við UTC-1:00 í stað GMT. Ég legg til að tekið verði upp heitið IST (Iceland Standard Time) ef breytingin verður að veruleika.

En fyrst verið er að leggja til aðlögun að raunveruleikanum væri auðvitað réttast um leið að Ísland segi úr Evrópu og gerist N-Ameríkuríki þar sem 80% af bæði landsvæði og íbúafjölda eru landfræðilega í þeirri heimsálfu.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2014 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband