Pólitískur aumingjaskapur

Hugaða HannaÞegar löngu tímabær afsögn Hönnu Birnu loks kom, var hún ekki sett fram af iðrun og auðmýkt, heldur hroka og fullkomnu iðrunarleysi.

Hanna Birna tók af allan vafa að hún segði ekki af sér af pólitískum ástæðum heldur persónulegum! Af því að allir eru voða, voða vondir við hana, góðu, góðu konuna, gersamlega að ástæðu- lausu. Ekki vottar fyrir iðrun eða yfirbót, hrokinn og bjálfahátturinn bókstaflega flæðir af kerlingunni og út um allt

Hanna Birna klípur síðan höfuðið af skömminni með því að ætla að auki að hlaupa frá skyldum sínum á Alþingi fram yfir áramót.

Hún ætlar með öðrum orðum ekki að axla þá pólitísku ábyrgð sem blasir við öllum nema henni. Hún skríður þess í stað, eins og ónefnt illa þokkað nagdýr, í felur ofaní holu sína. Þar ætlar hún að húka í felum og fullkominni afneitun fram yfir áramót.

Þetta gerir hugaða Hanna auðvitað til að þurfa ekki að standa fyrir máli sínu á Alþingi þegar rædd verður væntanleg skýrsla Umboðsmanns Alþingis um augljós afskipti hennar og grófa íhlutun í rannsókn sakamáls.

Ef þetta er ekki aumur og ljótur pólitískur leikur hjá góðu konunni, þá er það hugtak ekki til.


mbl.is Hanna Birna yfirgaf ráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Andsk... geturðu orðað hlutina vel! Bravó!

Fv. Ybbar-gogg (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 21:55

2 Smámynd: corvus corax

Fullkomin lýsing hjá þér Skagstrendingur og engu við það að bæta!

corvus corax, 22.11.2014 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.