Enn eitt Framsóknarofbeldið

Korteri fyrir afsal sitt á dómsmálaráðuneytinu í hendur Ólafar Nordal kollvarpaði Sigmundur Davíð ákvörðunum og vinnu við flutning á lög- regluembættinu á Hornafirði frá Austurlandi til Suðurlands. Hann ákvað að lögreglunni á Hornafirði skyldi áfram stjórnað úr hans kjördæmi.

Frá því í sumar hafði verið unnið að færslu lögreglunnar á Hornafirði á milli umdæma, að frumkvæði innanríkisráðuneytisins, og í fullkominni sátt við íbúa og hagsmunaaðila. Vinnan var á lokastigi og breytingin áætluð um áramótin. M.a. var búið var að setja vaktir lögreglu og hjúkrunarfólks í samræmi við breytinguna, hanna skipurit almannavarna og fleira varðandi löggæsluna.

 Vísir.is greinir frá.

framsoknarmaddaman_1250791.pngEn þá rís upp fáklædd Fram- sóknarmaddaman, helsta meinið í íslenskri pólitík, og ákveður að snöggsoðið kjördæmapot að göml- um Framsóknarsið sé mikilvægara en langtíma hagsmunir og almenn skynsemi. 

Hornfirðingar eru æfir yfir þessu tiltæki Sigmundar.

Þarna er Framsóknarforynjunni rétt lýst. Nú reynir á að Ólöf Nordal standi undir því lofi sem á hana er borið og láti það verða sitt fyrsta verk í embætti innanríkisráðherra að ómerkja þessa ófriðarsendingu Sigmundar. Undir því gæti traust almennings til hennar í embætti verið komið.


mbl.is Allt kerfið miðar við Hornafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er sannarlega furðuleg stjórnsýsla ef satt er.  En hvað með samgönguöryggi? Við vitum hvaða afleiðingar það hefur þegar hringvegurinn rofnar. Nú er vá fyrir dyrum með Kötlu og eldsumbrot í Vatnajökli. Er þá ekki betra að Hornafjörður tilheyri Austurlandi frekar en Suðurlandi?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.12.2014 kl. 18:08

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eigum við ekki að hafa hlutina eins og best henntar við eðlilegar aðstæður og mæta áföllum þegar og ef þau gerast?

Brýrnar hafa áður farið um stundarsakir, en verið reystar á ný. Svo mun áfram verða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.12.2014 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband