Auðvitað....

draumur_bb.jpg....eru hríðskotabyssurnar enn í landinu. Það stóð aldrei til að flytja þær utan.

Aðeins er beðið eftir að málið rykfalli nægjanlega áður en þeim verður laumað í vopnabúr valdhafanna.


mbl.is Vélbyssurnar eru enn í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað eigum við að gera ef svipað hryðjuverk kemur upp hér og í París? Lagið í nýjasta myndbandi frá IS samtökunum (þessu af litla drengnum að drepa njósnarana sem er í heimspressunni núna) er það sama og leikur undir í islömsku myndbandi með íslensku landslagi sem Sverrir Agnarson hélt fram að væri sönnun um að ekki væri um öfgamenn að ræða, þar sem öfgamenn spili ekki músík (, sem er ekki satt, og skrýtið að ráða mann sem formann múslima sem er án grunnkunnáttu í Islam og heldur að enginn spili músík nema liberal múslimar, nema hann viti betur?) En lagið umrædda er í mörgum myndskeiðum beint frá IS samtökunum sjálfum, svo maður ætti kannski að forðast að taka alvarlega málflutning þeirra sem eru ekki hlutlausir. 

Sigurður (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 07:13

2 identicon

Lagið með drengnum unga og undir í fréttinni er hlekkið á umfjöllun um sama lag þar sem Íslandi er líst sem fyrirheitna landi múslima. Sjáðu kommentin frá Sverri Agnarsyni undir þeirri grein og ef þú villt kynntu þér bókstafsreglur um islamska tónlist til að sjá að hann fer ekki með satt mál. Islam leyfir ekki bara heldur skyldar notkun karlmannssöngs. Bænakall múslima er lag, tónlist, sama gildir um Kóranlestur, og Islam í þeirri gerð sem hryðjuverkamenn aðhyllast flestir leyfir auk karlmannssöngs ákveðin hljóðfæri, svo sem trommur og hvetur til notkunar slíkrar tónlistar við trúariðkun. http://www.visir.is/isis-lata-ungan-dreng-taka-tvo-menn-af-lifi/article/2015150119633 Umrætt lag er ólíkt því sem Sverrir segir ekki óboðlegt hryðjuverkamönnum, heldur eru IS sjálfir að nota það í áróðursskyni og láta við myndskeið sín og líkar það mjög vel í alla staði, enda stenst það alla staðla um halal lagagerð. 

Sigurður (IP-tala skráð) 14.1.2015 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.