Smánarleg sekt

„Listamaðurinn“ sem „nauðgaði“ hvernum Strokki með litagjörningi sínum og gerðist þannig brotlegur við náttúruverndarlög segist ekkert skilja í látunum – „hann hafi farið mjög varlega“ við nauðgunina og verið mjög meðvitaður um ætlað samþykki hversins og sennilega hafi Strokki bara þótt þetta gott.

Svo er íslenskri náttúru sýnd engu minni óvirðing af íslenskum yfirvöldum sem meta þessa nauðgun hversins á skitnar hundrað þúsund krónur!

Skilaboðin sem yfirvöld senda með þessu eru skýr. Hingað geti fólk komið erlendis frá og gert það sem þeim sýnist í Íslenskri náttúru, gegn smánargjaldi sem verði jafnvel, ofan í kaupið, ekki innheimt.


mbl.is Evaristti frjáls ferða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sammála þetta er galið. Síðan rífst þjóðin við sjálfan sig um umhverfisspjöll alla daga og svo labba svona kútar í burt með puttann á lofti.

Það er eitthvað mikið að.

Sindri Karl Sigurðsson, 25.4.2015 kl. 22:42

2 identicon

Finnst skrítið, það hefur ekkert heyrst í þessumm svokölluðu náttúruvernarsinnum ?

Þjónar kannski engum tilgangi að mótmæla núna ?

Sýnir bara hversu ruglað þetta er !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 22:45

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég hefði viljað sjá þennann mann lenda á lista yfir einstaklinga sem eru ekki velkomnir til landsins, þannig að þegar kemur að næsta "listagjörning" þá væri honum vísað heim til sín þegar hann lenti hér.

Það væri gaman að sjá viðbrögðin hjá þessum einstaklingi ef einhver annar einstaklingur myndi t.d. taka heimasíðu "ef hann á slíka" þessa "listamanns" og breyta henni í eitthvað annað, eflaust myndi hann væla yfir því þó að internetið sé ekki í eigu neins....

Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.4.2015 kl. 22:52

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þessi svokallaði og háværi minnihlutahópur, "náttúruverndarsinnar" er eins þenkjandi. Þess vegna heyrist ekki píp frá honum.

Eða hvað?

Sindri Karl Sigurðsson, 25.4.2015 kl. 22:58

5 identicon

Fúlt að öll ummerki skuli hverfa á hálfum sólarhrng annars hefði verið gaman að skreppa í sunnudagsrúnt og skoða listaverkið Íslendingur hefði haft vit á því að nota endingarbetra lytarefni.

Gústi (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 01:54

6 identicon

Það þarf að gefa honum sitthvort glóðaraugað í nafni listarinnar. Ummerkin hverfa svo á nokkrum dögum/vikum eftir dýpt listaverksins.

Tumi (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 08:06

7 identicon

Hvað ætli sé réttlát sekt til þeirra sem hafa eitrað Hvalfjörð og spillt allri náttúru þar varanlega?

pallipilot (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 09:39

8 identicon

Ég get ekki séð að Ávaxtasafi skaði náttúruna frekar en einhver 1000 kg af sápu sem hellt var í Geysi fyrir einhverjum árum til að fá hann til að gjósa mér fynst Geysir bara fallegur svona bleikur.

Brynja Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 09:51

9 Smámynd: Ellert Júlíusson

Hvað með þá sem nauðguðu Geysir árum saman og eyðilögðu hann að lokum með því að dæla tonni á eftir tonni af sápu í hann.

Þvílíkur væll. 

Ég hefði skilið þetta ef hann hefði notað hempels skipalakk sem aldrei næðist af,.

Ellert Júlíusson, 26.4.2015 kl. 11:51

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Undarleg eru þau innlegg þar sem fólk réttlætir vitleysuna með því að benda á aðra eða hliðstæða lögleysu og þá sé allt í lagi.

Ætli þessir vitringar telji þau rök eiga við pissi menn inn í garðinn hjá því og segi það ekki skaða gróðurinn og hafi verið gert áður eða að gjörningurinn sé list?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2015 kl. 12:41

11 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ellert, sýndi sá gjörningur með sápuna ekki fram á það að við ættum ekki að vera hella efnum í hverina okkar? hví er þetta þá í lagi?

Ert þú semsagt fylgjandi því að allir gera það sem þeim sýnist með íslenska nátturu, t.d. er það þá í lagi að keyra hvar sem er, þetta eru jú bara listaverk förin sem dekkin skilja eftir sig.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.4.2015 kl. 14:30

12 Smámynd: Ellert Júlíusson

Þið getið lesið hvað sem er út úr orðum mínum og lagt mér orð í munn þangað til þið eruð bláir og bleikir.

Ég sagði aldrei að þetta væri í lagi. Ég benti aftur á móti á hræsnina og hrokann sem ríður yfir landann þegar einhver annar en "samþykktir" einstaklingar eyðileggja landið okkar.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 26.4.2015 kl. 15:07

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

það sem eg las um þetta mál er að maðurinn ætlar ekki að greiða þessa smá  sekt fyrir spjöll a náttúru Íslands.

Furðulegt þykir mer að yfirvöld ættla ekki að kyrrsetja manninn þangað til sektin er greidd eða að dómstólar hafa komið með aðra niðurstöðu.

Auðvitað a að setja svona listamenn a bannlista og meina þeim að koma til landsins aftur.

Ef þessi listamaður kemst upp með það að brjóta náttúrulög landsins, hvað ættli að listamaðurinn geri næst þegar hann kemur til að spilla fegurð landsins?

Vonandi sjá yfirvöld villu sína og kyrrsetja manninn ef hann er ennþá a landinu og setja listamanninn a óæskilegan gestlista eins og velhjolagenginn sem eru yfirleitt snúið við og sendir með næsta flugi þaðan sem þeir komu.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 26.4.2015 kl. 16:39

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hann er farinn af landi brott Haukur, frá ógreiddri sektinni með þegjandi samþykki stjórnvalda.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/04/26/eg_borgadi_ekki_2/

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafði uppi áform að stöðva för hans í Leifsstöð, væri sektin ekki greidd, en sennilega hafa þau áform verið stöðvuð með fyrirmælum að ofan.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/04/25/stodvadur_utvegi_hann_ekki_tryggingu/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2015 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.