Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
Nýjustu albúmin
Eldri færslur
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Með höfuðið upp í eigin rassgati sjá þeir ekki vandann
21.6.2015 | 15:50
Fyrir bandaríkjamönnum er það lítið mál að fara með hernaði út um allan heim og drepa þar fólk undir því yfirskini að með því bjargi þeir lífi góðra bandaríkjamanna heima fyrir, sem vondu mennirnir útlendu ráðgerðu að drepa.
Það er svo sem gott og blessað svo langt sem það nær.
En á sama tíma gera bandaríkjamenn nákvæmlega ekkert, til að sporna við því morð- og grimdaræði sem grasserar heima fyrir þar sem góðu bandaríkjamennirnir drepa hvorn annan í þúsunda eða tugþúsunda tali á hverju ári. Vart líður svo vika að ekki berist fregnir af fjöldamorðum í kirkjum, skólum, barnaafmælum, hreinlega allstaðar.
Jafnvel lögreglan gengur um og fellir fólk af minnsta tilefni.
Eina ráðið sem bandaríkjamönnum dettur í hug til lausnar á vandanum er að fjölga byssum í umferð svo menn geti varið sig hver fyrir öðrum!
Ja hérna, þvílík snilld!
Sennilega hafa fleiri bandaríkjamenn fallið fyrir byssum á heimavelli frá lokum seinni heimsstyrjaldar en nemur föllnum hermönnum í öllum hernaðarátökum sem þeir hafa staðið fyrir erlendis á sama tíma.
Áður en bandaríkjamenn fara í frekari víking erlendis til bjargar bandarískum lífum heimafyrir, ættu þeir að draga höfuðið út úr eigin rassgati og líta sér nær.
Hófu skothríð í barnaafmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:31 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Mínir tenglar
- MYNDAALBÚM Ljósmyndir síðuhafa
- Skagaströnd Heimasíða Sveitarfélagsins Skagaströnd
- Húnahornið Fréttavefur Húnvetninga
- LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR
Heimsóknir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1027594
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- axelma
- beggo3
- emilssonw
- snjolfur
- saemi7
- asthildurcesil
- thorsteinnhgunnarsson
- jensgud
- reykur
- joningic
- nafar
- bofs
- olijon
- gthg
- olafurjonsson
- kristjangudmundsson
- mosi
- josefsmari
- hlf
- johanneliasson
- svarthamar
- heidarbaer
- thruman
- ludvikjuliusson
- stefanjul
- axelaxelsson
- svanurg
- viggojorgens
- rlingr
- boggi
- fosterinn
- arikuld
- trj
- kliddi
- kristbjorn20
- ksh
- helgigunnars
- maggib
- prakkarinn
- hecademus
- skari60
- gudjul
- jonsnae
- krissiblo
- aztec
- kristjan9
- gisgis
- komediuleikhusid
- flinston
- muggi69
- gorgeir
- keh
- arnorbld
- gullilitli
- skarfur
- sveinne
- zerogirl
- finni
- kaffi
- taraji
- keli
- gretarmar
- zeriaph
- fun
- seinars
- hordurj
- esgesg
- jonhalldor
- icekeiko
- kjarri
- siggisig
- bjornbondi99
- gullaeinars
- gustichef
- gusg
- raftanna
- himmalingur
- baldher
- minos
- huldumenn
- valli57
Athugasemdir
Ef við fengjum fréttir í sama mæli frá öllum heiminum, þá féllu þessi örfáu morð þeirra bandaríkjamanna fljótt í skuggann, fyrir t.d Mexíkó, Kólumbíu, Venezúela, Kongó (bæði C.A.R og hinu (flókið...)), osfrv.
Listinn er langur, og USA eru í 111. sæti á heimslistanum (as per 2012.)
Ekki falla svona glatt fyrir áróðrinum.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.6.2015 kl. 17:01
Eftir að Bandaríkjamenn losnuðu úr nýlenduánauð Evrópu vildu þeir ekki skipta sér af nokkrum sköpuðum hlut sem þaðan kom - eða annars staðar frá. Aðeins útvaldir fengu aðgang að nýja landinu þeirra, margir voru gerðir afturreka til Evrópu frá Ellis Island!
Evrópa getur sjálfri sér um kennt að vekja þennan risa! Fyrst í fyrri heimstyrjöld, aftur í hinni seinni og í framhaldinu til þess að leysa nýlenduþjóðir Evrópu úr klípunni í Kóreu og Vietnam!
Onei, ef Bandaríkin eru ófreskja þá er það á hreinu hver skapaði hana!
Kolbrún Hilmars, 21.6.2015 kl. 17:36
Ásgrímur, eflaust má leika sér með tölfræðina fram og aftur. En þessi ríki sem þú nefnir fara ekki með hernaði um heiminn undir því yfirskyni að bjarga lífi þegna sinna heimafyrir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2015 kl. 19:21
Ég held að framferði bandaríkjamanna verði ekki skrifað á annara reikning. Þeir eru sinnar eigin gæfu smiðir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.6.2015 kl. 19:28
Það eru þekkt vísindi að vinstrimenn hatast við Bandaríkin, og allt sem bandarískt er.
Og sannir sínu eðli, þá smjatta þeir á hverju því sem þeir geta túlkað sem dæmi um misheppnaða þjóðfélagsgerð kapítalismans.
Vinstrimenn vilja þó alls ekki tala um staðreyndir, sem eru þær, að Bandaríkin eru bara meðalríki í fjölda morða.
Og að morðum hefur fækkað um helming síðustu fimm áratugi.
Og að morð eru flest framin af svörtum, yfir helmingur morða í Bandaríkjunum. Sem er merkilegt, þar sem svartir telja um 14% fólksfjöldans. Þá fremja latneskir íbúar Bandaríkjanna helmingi fleiri morð en hvítir Bandaríkjamenn.
Nei, mortíðni í Bandaríkjunum segir okkur einna helst, að fjölmenningarstefna vinstrimanna sé prump, og að morð eru mun fleiri í söulegum uppáhaldsríkjum vinstrimanna, t.d. helmingi fleiri í Rússlandi en í Bandaríkjunum. Samt rífa vinstrimenn ekki afturendann á sér upp á gátt, og dæla skítnum yfir Rússa.
Jamm, þessi pistill þinn er uppfullur af hatri og fordómum, Axel.
Við verðum að vona að hægt verði að vinna á þessum fordómum og hatri vinstrimanna.
Kannski er það bara rétt að hefja sérstaka fræðslu í grunnskólum landsins, til að koma í veg fyrir að fólk verði vinstrisinnaðir og fáfróðir rasistar.
Hilmar (IP-tala skráð) 21.6.2015 kl. 22:36
Þér er velkomið Hilmar, að birta hér töluleg gögn máli þínu til stuðnings. Hvaða máli skiptir hörundslitur morðingja Hilmar? Breytir það vægi morðsins? Fordómar og hatur...já einmitt, því vísa ég til föðurhúsanna. Ég sé heldur ekki hvernig morð í Rússlandi geta réttlætt morð í Bandaríkjunum.
Rússland verður seint einhver fyrirmynd í mínum augum.
En megininntakið í færslunni var aðeins að bandaríkjamenn sjá ekki skóginn fyrir trjánum í.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.6.2015 kl. 06:27
Ertu að segja mér Axel, að þú hafir ekki kannað tölulegar upplýsingar, áður en þú skrifaðir þennan pistil?
Upplýsingar eru AFAR aðgengilegar á netinu, upplýsingar um morð í Bandaríkjunum sem og annars staðar í heiminum, og samanburður við fyrri tíð.
Það er vissulega áhyggjuefni þegar fólk er farið að viðurkenna blygðunarlaust, að kanni ekki málið áður en það veður á netið og dælir út fordómum. Skortur á upplýsingum getur ekki verið afsökun fyrir slíku, þar sem allar upplýsingar eru MJÖG aðgengilegar.
Morðtíðni í Bandaríkjunum er undir meðaltali heimsins, og ef sérstök afbrigði eru dregin frá (morð meðal svartra og latneskra) þá er morðtíðni í Bandaríkjunum mjög lág. Þín orð, um að í Bandaríkjunum "grasseri morð og grimmdaræði" eru því ekkert annað en gróf afbökun á staðreyndum, og er fyrst og fremst ætluð til að fróa rasistanum í þér.
Ef það spilaði ekki í þér rasisti, þá væri pistill þinn um "um morð og grimmdaræði) t.d. Rússland, þar sem morðtíðni er helmingi hærri en í Bandaríkjunum, og margfalt hærri, ef demógrafía kynþátta er borin saman. Og við skulum vera heiðarlegir í umræðunni, hvítir eru ráðandi öfl í báðum ríkjum, og það eru hvítir sem ráða því hvaða hlutverki þessi lönd skipa í alþjóðlegu samhengi.
En vinstrimenn hafa svo sem aldrei látið staðreyndir villa sér sýn.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.6.2015 kl. 12:54
Hilmar. Ég hnaut um loka orðin þín " En vinstrimenn hafa svo sem aldrei látið staðreyndir villa sér sýn.".
Þú ert örugglega með tölulegar upplýsingar um þetta sem þú vilt deila með okkur.
Í fyrra innleggi þínu kemur orðið vinstrimenn sjö sinnum fyrir og altaf sem mjög neikvætt. Ég held að þú Hilmar sért bullandi rasisti á útlendinga og vinstrimenn. Heimild mín fyrir þeirri fullyrðingu eru þessi tvö innlegg á þessari síðu
Brynjar (IP-tala skráð) 22.6.2015 kl. 14:27
Vissulega er ég með bullandi fordóma gegn vinstrimönnum, en það verður ekki kallaður rasismi, heimskuleg hugmyndafræði er ekki kynþáttur eða einkennandi þjóðareinkenni.
Í orðinu fordómar felst að ég dæmi þig fyrirfram, sem vinstrimann. Ef ég á að losa mig við fordóma mína gagnvart þér, og öðrum vinstrimönnum, þá þurfið þið að sýna fram á, að þið getið verið minna heimskir. Þangað til hef ég fordómana. Hinsvegar er mér nákvæmlega sama hvort þú ert hvítur eða svartur.
Varðandi upplýsingarnar, þá er það nú svo, að þeir sem koma fram með fáránlegar fullyrðingar, í andstöðu við þekkta tölfræði, þá ber þeim að sýna fram á það með óyggjandi hætti.
Það er ekki mitt að afsanna fábjánalegar upphrópanir einhverra dúdda á internetinu. Ef svo væri, gerði ég fátt annað í lífinu.
Ráðir þú hinsvegar ekki við það einfalda verk, að leita þér til gagns á internetinu, sem ég reyndar efast um að þú getir, þá getur þú t.d. slegið inn leitarstrengnum "homicide rate by country"
Ekki samt koma vælandi, þó þú getir ekki lesið úr upplýsingunum sem leitin gefur þér. Slepptu því frekar að tjá þig opinberlega.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.6.2015 kl. 15:28
Áður en menn missa tökum á skapinu og hnýta ónota orðum í hvern annan, hvernig væri að líta á linking hérna fyrir neðan.
http://www.ijreview.com/2015/06/348197-obama-said-mass-shootings-dont-happen-in-advanced-countries-like-in-us-one-chart-proves-him-wrong/?utm_source=email&utm_medium=owned&utm_campaign=email-forward
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 22.6.2015 kl. 15:53
Hilmar þú ert svo fjandi gáfaður að það hálfa er eflaust hellingur, og yfir aðra hafin að ekki er á mínu auma valdi að sjá upp í dýrðina.
Þú er svo gáfaður að þú telur þig ekki þurfa að lesa færsluna til að komast að því um hvað hún fjallar áður en þú veður elginn og bullar svo út í eitt um það sem ekki stendur í færslunni og krefst þess að fá að ritstýra blogginu.
Ég er í færslunni að fjalla um ástandið í USA, að bandaríkjamenn fari um heiminn í lögguleik og drepi fólk undir því yfirskini að það bjargi lífi bandarískra borgara. Á sama tíma gera þeir ekkert til að koma í veg fyrir að bandaríkjamenn drepi hvern annan heimafyrir.
Hvergi geri ég samanburð við önnur lönd enda efni færslunnar óviðkomandi. Hvergi er sagt að ástandið sé verst í USA. Eru manndrápin þar í lagi að þínu mati, ef hægt er að benda á eitthvað verra?
Róaðu þig niður maður, bandaríkjamenn eru ekki yfir gagnrýni hafnir frekar en aðrir. Sparaðu svo fordóma talið, það fer þér ekki vel. Ef þú getur ekki sýnt lágmarks kurteisi, haltu þig þá heima.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.6.2015 kl. 20:19
Það er rétt hjá þér Axel, ég er afar gáfaður, en það er kannski óþarfi að ræða það mikið. Ekki vil ég auka á minnimáttarkennd vinstrimanna, hún er sennilega ærin.
Og ekki ætla ég að rítstýra blogginu þínu. Ritstýring í þínu tilfelli væri að endurskrifa pistlana þína, orð fyrir orð, og ég hef hreinlega ekki tíma til þess, og alls ekki nennu. Ég kýs heldur að setja alvarlega ofan í við þig við þetta tækifæri.
Manndráp í Bandaríkjunum eru helmingi færri en fyrir 25 árum. Bendir það til þess að þú hafir rétt fyrir þér, þegar þú segir að "... á sama tíma gera Bandaríkjamenn nákvæmlega ekkert til að sporna við því morð og grimmdaræði sem grasserar heimafyrir..."?
Þarna er um tvennt að velja, að þú vísvitandi ljúgir til um staðreyndir, eða, að þú fullyrðir í stíl hins hefbundna hatursfulla vinstris í garð Bandaríkjamanna án þess að kanna staðreyndir. Þar sem ég vil gera mönnum upp góða eiginleika fremur en hitt, vel ég seinni valkostinn. Það væri nú verra að þú værir að ljúga að yfirlögðu ráði.
Restin af pistlinum þínum, og svörum, er svo bara í stíl við ofangreint. Ekki ásaka mig um æsing eða ritstýringartilburði, þegar ég reyni að hamla á móti raistanum í þér.....
Hilmar (IP-tala skráð) 22.6.2015 kl. 21:10
Held þú hafir tekið DO of mikið á orðinu Hilmar, sem sagði, þeir sem hefðu ekki verið sammála honum, voru á móti honum. Þessi endalausa rörsýn þín á allt og alla er frekar hallærisleg. Ekkert kemst að nema vinstri-hægri, upp-niður, svart-hvítt. Síðuhafi er að fjalla um ástandið í USA, sem flest fólk er sammála um að sé eins og hann lýsir, þá ríkur þú upp í bræðiskast og ferð að verja ósóman með því að benda á að einhver önnur lönd séu verri, eins og það lagi vandann í USA. Þú virðist líta á þig sem sjálfskipaðan verndarriddara hægrisins í USA, sennilega aðallega öfga hægrisins, sem ég ýminda mér að þú dýrkir.
Jónas Ómar Snorrason, 23.6.2015 kl. 06:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.