Glataði sonurinn, sem enginn vill sjá

Þeir eru ófáir framsóknarmennirnir sem liggja á bæn þessa dagana og biðja þess að Sigmundur Davíð snúi ekki aftur úr fríinu og hafi sjálfur vit og frumkvæði að því að gera fjarveru sína varanlega.

En í ljósi bráðlætis fallna forsætisráðherrans er ólíklegt að órólegum þegnum hans verði að þeirri ósk sinni, þeir sjá því framá að þurfa að gyrða hann, nauðugan, í brók.


mbl.is Funda með Sigmundi eftir frí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Meira að segja Framsóknarmenn telja að Sigmundur Davíð þurfi að skýra mál sitt, jafnvel þótt hann hafi sagt ótal sinnum að hann hafi útskýrt allt saman og í raun sé ekkert að útskýra því þetta sé allt í góðu lagi.

Wilhelm Emilsson, 16.4.2016 kl. 19:38

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sigmundur Davíð er góður maður og kemur til með að sitja fund Framsóknarmanna ef sá fundur verður haldinn.

Get ekki séð hvað hann þarf að útskýra, ég held að þjóðin og Framsóknarmenn viti allt um aflandsreikning eiginkonunnar og hvað gerðist hinn umdeilda morgun þriðjudags, þegar Sigmundur Davíð fór fram á þingrof, en forseti vor braut stjórnarskrá og neitaði að skrifa undir plaggið.

Er eitthvað við þetta að bæta? Ég get ekki séð það.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.4.2016 kl. 20:28

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Wilhelm það er örugglega enn eitt heimsmetið okkar íslendinga hvað margt er óljóst í þessu annars "full útskýrða" máli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.4.2016 kl. 20:42

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nafni, gott og vel ef þú kaupir skýringar Sigmundar. En framhjá því verður ekki vikist að hann reyndi að ljúga að þjóðinni.

Rétt eins og þegar Clinton neitaði að hafa gert dodo með Monicu, var verknaðurinn sem slíkur ekki aðalatriðið, heldur sú staðreynd að hann sagði þjóðinni ósatt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.4.2016 kl. 20:47

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er nú yfirleitt svo nafni, að það er ekki verknaðurinn sem gerir geranda verst, heldur er það að reina að fela gjörninginn. Samber Richard Millhouse Nixon og William Jefferson Clinton.

Hverjir ættli komi til með að fara illa út úr upplýsingunum sem leinast i svokölluðu "110 ára leiniboxi, þegar það allt verður sett upp á borðið fyrir allan almenning að skoða?"

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.4.2016 kl. 20:56

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Slík leynibox eiga ekki að vera til, ég fagna því verði það opnað. Efast samt um að þeir sem valdið hafa til að opna það hafi í raun einhvern áhuga á því, hvað sem líður yfirlýsingum þar um.

Það gildir einu hvaða stjórnmálamenn, hvaða flokks sem er, allir eiga að þeir að lúta sömu reglum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.4.2016 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband