Enn toppar Davíð sig í lýðskruminu

Davíð Oddson segist ætla að afsala sér launum forseta en lifa af lífeyri, sem hann hefur af rausn, skammtað sér sjálfur.

Ég fæ ekki betur séð en 9. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands sé alveg afdráttarlaus hvað laun forsetans varðar, hún hljóðar svo:

"Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja. Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans."

dabbi_gu_fa_ir_1281951.jpgÞarna er það svart á hvítu að forsetinn megi ekki þiggja önnur laun en forsetalaunin og að ekki megi lækka laun forsetans á yfirstandandi kjörtímabili hans. Launabreytingar geta ekki tekið gildi fyrr en á næsta kjörtímabili.

Davíð getur því ekki, samkvæmt stjórnarskránni algóðu, afsalað sér forsetalaununum og þegið önnur laun í staðin. Hann getur opinberlega sagst afsala sér öðrum launum svona upp á lúkkið, en það gerist hvort sem er sjálfkrafa við embættistöku hans, án hans aðkomu eða vilja.

„Loforð“ Davíðs er því í besta falli vanþekking á stjórnarskránni sem hann lofsamar svo mjög eða lýðskrum á hæsta stigi, nema hvoru tveggja sé.

En það virkar, fylgjendur hans falla fram að fótum hans og lofa visku og fórnfýsi skapara síns.

Davíð er að lofa því að byrja forsetaferil sinn á því að brjóta fullkomnustu stjórnarskrá veraldar, danska bastarðinn frá 1874.

Loforð sem hann veit að verður ekki í hans valdi að efna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mér sýnist að það standi hvergi að forseti megi ekki gefa laun sín til baka til Ríkissjóðs. 

Málið er leist, þarf ekki að þrasa um það meir.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.5.2016 kl. 21:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það ekki sama aðferð Jóhann, og starfsmannaleigur og aðrir þrælahaldarar nota í sínum rekstri?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.5.2016 kl. 12:49

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nei, svolítið öðruvísi nafni, mér skilst að forsetinn tilheyri ekki neinu stéttarfélagi, þannig að það ætti að vera hans val ef hann vill þiggja laun eða ekki.

Ég geri sennilega það sama og Dabbi, eftir því sem mér skilst þá fer mest öll lífeyrissjóðsgreiðslan mín til Ríkisins af því að ég hef búið svo stuttan tima á Islandi, þannig að ég kem til með að láta lífeyrissjóðsgreiðsluna ganga beint til Ríkisins, það littla sem eftir er. Fæ að vita þetta eftir tvo mánuði.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.5.2016 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband