Súkkulađi og sjór

 

Nýjasta bulliđ til ađ hafa fé af auđtrúa fólki, sem telur ađ ţađ geti spornađ viđ eđlilegri för okkar til móts viđ „elli kerlingu“, er ađ maka ţađ út í súkkulađi frá hvirfli til ilja. Ţetta á ađ vera mýkjandi, vinna gegn stressi, gefa djúpa slökun og gott útlit.

Ţetta er eins og međ Maltiđ en eins og allir vita er ţađ „Nćrandi og styrkjandi, gefur hraustlegt og gott útlit, bćtir meltinguna.“

Ef ţessi „súkkulađi spa“ međferđ, eđa hvađ ţetta bull nú heitir, á ađ bćta meltinguna líka ţá ţarf líklega ađ sleikja súkkulađiđ af.  

Svo er komin lausn á táfýluvandamálinu. Eđa eins og segir í auglýsingunni og ţar er sagt er frá innihaldinu á dulúđlegan hátt:

„Er táfýla og viđvarandi líkamslykt vandamál hjá ţér ţrátt fyrir ţvotta. Nú er komiđ lausn á ţessu vandamáli sem heitir Dr. Mist, sem er verđlauna uppfinning og er unniđ úr hreinu vatni, salti og steinefnum úr Dauđahafinu, losađu ţig viđ lyktina strax í dag“. -Eđa eitthvađ á ţessa leiđ.

Hreint vatn, salt og steinefni er ekkert nýtt, hvađ ţá eitthvert undra efni,  ţetta efni umlykur Ísland og ţekur 70% af yfirborđi Jarđar, ţetta efni er kallađ SJÓR .

Ekki veit ég um verđiđ á sjónum en ţví er örugglega ekki stillt í hóf.

Vćri ekki tilvaliđ ađ slá súkkulađi og sjó saman í pakka ţannig ađ allir verđi mjúkir,afslappađir,stresslausir og vellyktandi um jólin. Líti út og ilmi eins og girnileg súkkulađi terta. Algerlega táfýlulaust.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband