Sumarólympíuleikarnir í Kína 2008

Nokkuđ hefur ţess gćtt undanfariđ, ađ ţess vćri krafist af ýmsum ađilum, innlendum sem erlendum, ađ stjórnvöld viđkomandi landa hćttu viđ ţátttöku í Ólympíuleikunum í sumar til ađ mótmćla framkomu Kínverja viđ Tíbeta og öđrum mannréttindabrotum ţeirra. Af nćgu er víst ađ taka á ţeim bćnum.

Nú er ţađ svo ađ íţróttir eru í eđli sínu ópólitískar, en misvitrir stjórnmálamenn allra landa hafa ekki á sér getađ setiđ ađ nýta leikana í pólitískum tilgangi međ misjöfnum árangri međ ţví ađ aflýsa ţátttöku. T.d. 1980 og 1984.

Fullyrt hefur veriđ ađ Kínverjar muni nota leikana í botn í pólitískum tilgangi. Fyrir utan beinan áróđur muni ţeir beita ýmsum brögđum m.a. seinkunum á útsendingum til ađ geta stöđva  útsendingu ef eitthvađ kemur upp sem kemur ţeim illa. Ţessu er ég algerlega sammála.  

Hvađ er ţá til ráđa? Eiga stjórnvöld allra landa ađ taka af skariđ og aflýsa ţátttöku? Eiga ţjóđhöfđingjar eđa opinberir fulltrúar ađ hundsa setningarathöfnina í mótmćlaskyni?  Nei ţađ vćri verulega misráđiđ.

Ef viđ viljum og ćtlum ađ nýta leikana í pólitískum tilgangi ţá náum viđ einungis hámarks árangri međ fullri ţátttöku. Međ ţađ ađ markmiđi ađ fella Kínverja međ eigin međulum. 

Ef opinberir ađilar á setningarathöfninni  settu t.d. upp áberandi armband ţar sem nafn Tíbets kćmi fram hefđu Kínverjar lítinn eđa engan áhuga á ađ auglýsa ţátttöku viđkomandi međ myndum frá ţeirri stúku.

Kínverjum til skammar.

Ef verđlaunahafar gerđu ţetta sama hefđu Kínverjar lítinn áhuga ađ sýna frá verlaunaafhendingum.

Kínverjum til skammar.

Ef keppendur almennt gerđu slíkt vćru Kínakarlarnir í krísu.

Ţeim til skammar.

Svo mćtti lengi telja.

Geri Kínverjar sig seka um seinkun eđa rof útsendingar í pólitískum tilgangi, sem ţeir hafa ítrekađ hrasađ í undanfariđ, mun umfjöllun um atburđinn breytast úr íţróttafrétt í hápólitíska frétt um Kína og stjórnarhćtti ţar.

Látum Kínverja sjálfa auglýsa sína mannúđarleysisstefnu. Fellum ţá á eigin bragđi. Ţannig munu Kínverjar sjálfir sjá um ađ gera veg ţessara leika sem minnstan fyrir ţá en mestan fyrir ţá sem una frelsi allra manna. 

Tökum ţátt í Ólympíuleikunum í sumar međ ţví hugarfari ađ láta leikana vinna ađ mannúđ og hagsbótum fyrir mannkyn allt. Látum Kínverjana sjálfa, manna og fjármagna mótmćlin.

    

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.