Jón eða séra Davíð?

Það getur tekið mánuði að breyta lögum, nefndir eru að störfum sem eru að fjalla um þessi mál, það þarf að vanda til verka. Þetta eru skilaboð Árna Matt til vörubílstjóra.

Ekki var þetta ferillinn þegar keyrð voru í gegnum þingið á nokkrum dögum forðum, mjög umdeilt eftirlaunafrumvarp ráðherra með enn umdeildara sérákvæði þess efnis að tekjur fyrrum forsætisráðherra fyrir ritstörf  yrðu undanþegin við mat á eftirlaunum.

Þá var málið líka óvenju brýnt, en nú gegnir öðru máli, sem allir hljóta að sjá.

  


mbl.is Árni: Gerist ekkert á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

.....góðurrr.....!

Haraldur Bjarnason, 8.4.2008 kl. 14:42

2 identicon

Við almenningur skiptum engu í augum þessara manna, löngu sannað

DoctorE (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 15:03

3 Smámynd: Gulli litli

Það er skítalykt af málinu!

Gulli litli, 8.4.2008 kl. 15:24

4 Smámynd: Skaz

Heh Árni "hunsar nefndir" Matt virðist vera mjög ósamkvæmur sjálfum sér í þessu máli. Þetta er náttúrulega bara taktík sem Geir er búinn að þróa með sér og sást að hann var pirraður að var ekki að ganga þegar þeir dirfðust að valda honum óþægindum.

Geir H. Haarde bíður alltaf eftir að vandamálin hverfi. Hann hefur aldrei verið mikill hæfileikamaður í að útskýra fyrirætlanir sínar og finnst engin þörf á því hann vill bara að menn geri það sem hann segir. Það var t.d. snilld þegar hann var spurður afhverju hann hefði skipað svona í ráðherrastöður. Hann yppti öxlum og sagði að svona væri listinn og uppröðunin og þess vegna væri þetta svona. Eins og að hann hefði engann þátt tekið í þessu.

Þetta er sorglega áhrifarík leið að bíða eftir að fólk gefist bara upp og ég er hræddur um að trukkabílstjórar ætli að reyna nokkrar rótttækar aðgerðir áður en þeir gefast upp. Það gæti verið að nokkur tonn af möl fyrir framan Alþingi sé ennþá á dagskrá....er hræddastur um að lögreglan fái harðari fyrirmæli um að taka á þessum mönnum með valdi. Tel það ekki til góðs. Þegar yfirvöld loks telja sig geta bælt niður óánægju með valdi og tekst það þá er búið að opna fyrir hlut sem erfitt verður að loka.

Skaz, 8.4.2008 kl. 15:47

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka öllum innlitið.

Málefnin eru greinilega mis brýn. Almenningi er sýndur hroki og lítilsvirðing þegar störf og gerðir þeirra eru gagnrýnd. Gagnrýni á þotuferðinni var svarað með leigu á annarri flugvél.

Að mínu mati toppar enginn gæludýragræðirinn Hafnfirska í hroka.

Að bíða af sér stormin getur í sjálfu sér verið góð aðferð í sjálfu sér, en kemur að litlu gagni til varnar skemmdum af völdum stormsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.4.2008 kl. 16:14

6 identicon

ég er hjartanlega sammála þér axel, það virðist einfaldlega vera sem hæstráðendur hugsi einungis um sjálfa sig og reyni að sópa burt öllu því sem þeim finnst óþæginlegt. Þeir detta í einhvern snobbham og eru yfir vörubílstjórana hafnir.

Helgi Júlíus Sævarsson (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 19:21

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Helgi.

Þessir menn eru búnir að vera of lengi við völd.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.4.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.