Ofur-guffi eða liðleskja?
24.4.2008 | 17:43
Þorsteinn Pálsson, sem hefur fram að þessu, verið talinn litlausasti formaður Sjálfstæðisflokksins og alger úrræðaleysingi, sem forsætisráðherra, virðist hafa fengið harða samkeppni sem slíkur. Núverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde hefur fram að þessu, á sínum ferli, verið afspyrnuslappur flokksleiðtogi og linur forsætisráðherra. Það er eins og stefna hans sé að sólin komi upp á morgnana og setjist á kvöldin og þess á milli sé best að aðhafast sem minnst.
Þess verður vart lengi að bíða að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, jafnt sem almennir flokksmenn, átti sig á því til fullnustu að sú heljarkló sem Davíð hélt þeim í er horfin og þeir geti því farið að gera það sem hugur þeirra stefnir til. Rétt eins og gerðist með Þorstein ræfilinn.
En nú er hann Geir vinur okkar á Englandi og ræðir við þarlenda. Hann hitti m.a. Gordon Brown forsætisráðherra og átti með honum fund, sem stóð í heilar 30 mínútur.
Á þessum fundi töluðu þeir Brown, að sögn Geirs, ýtarlega um varnarmál, m.a. hugmyndir Breta að koma inn í varnir Íslands. Sömuleiðis var farið ýtarlega yfir alheims efnahagsmál. Auk þess fóru þeir yfir málefni Afganistan, öryggismál, orkumál, íslenskan og breskan fjálmálamarkað, hvalveiðar, Hatton Rockall svæðið og þeir röbbuðu auk þessa um margt, margt fleira.
Á 30 mínútum, takk fyrir.
Ef til vill leynist einhver hulinn kraftur í Geir. Hann hefði þó betur notað þetta 30 mínúta orkuskot til að leysa efnahagsvandann hér heima. Kannski Brown hafi boðið upp á einhverjar Ofur-Guffa hnetur með teinu. Vonandi hefur Geir þá stungið tveimur eða þremur í vasann til nota síðar.
Geir færði Gordon að gjöf bókina Grafarþögn. Í því er fólgin nokkur kaldhæðni því nafn bókarinnar gæti verið tákngerfingur um stefnu og aðgerðir forsætisráðherranns og ríkisstjórnirnar í efnahagsmálum.
Geir: Góður og árangursríkur fundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér datt helst í hug að Geir hafi verið með Sjóðrík Seiðkarl með í för.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:17
enginn veit hvað att hefur fyrr en misst hefur! DAVIÐ til baka!!!!!!!!!!!!!!!!!!
johann pall (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:01
Sæll kæri vinur, gaman að sjá þig hér. Þakka fyrir innlitið. Nú verð ég að hringja í þig.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.4.2008 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.