Guggan verður áfram gul .........

 

Fréttir berast um að sameiningarviðræður séu hafnar milli Kaupþings og SPRON. Eða þannig var það orðað. En málið snýst einfaldlega um að „réttir aðilar“ telji sig fá nægjanlegar fjárhæðir fyrir ákvörðun á breyttu eignarfyrirkomulagi.  

Í sjónvarpsfréttum var viðtal við Hreiðar Má forstjóra Kaupþings. Þar fór hann fögrum orðum um ímynd sparisjóðsins og þau verðmæti sem fælist í nafni hans og því góða fólki sem þar ynni. Og gaf það svona í skin að SPRON yrði rekin áfram í óbreyttri mynd ef til sameiningar kæmi. Þetta hefur sennilega átt að sefa ótta starfsmanna og þeirra sem ekki vilja missa SPRON úr fjármála flórunni.

Þvílík slepja.

En hefur einmitt þetta ekki verið sagt áður og yfirleitt alltaf við yfirtökur fyrirtækja á öðrum fyrirtækjum? Hver man t.d.  ekki eftir þessum frasa: „Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði.“ Ekki stóð það lengi frekar en aðrar fretyfirlýsingar af sama meiði.

Var ekki verið að hrópa það á torgum nýverið að staða bankana væri slæm og það þyrfti að koma þeim til bjargar. Og sumir horfðu vonaraugum til almennings í því sambandi.

Hagnaður Kaupþings var „aðeins“  18,7 milljarðar fyrstu 3 mánuði 2008! Er þetta banki í krísu? Hvert fer þessi hagnaður og hvert fór ofurhagnaður fyrri ára?  

Þetta gerir rúm 62.000,00 kr.  á hvert mannsbarn á Íslandi. Eða rúmlega helming af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum margra Íslendinga.  Ætli það sé þetta fólk sem vonast er til að hlaupi undir bagga með bankanum á þessum erfiðu tímum?

Það væri virkilega slæmt ef stóru bankarnir hremma sparisjóðina. Ég hef alltaf litið á þá sem vin litla mannsins.


mbl.is SPRON og Kaupþing saman?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Bingó!!!!

Gulli litli, 30.4.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband