Verður landhelgi Íslands að landrými?

 

Það er góðra gjalda vert þegar menn stunda nýyrðasmíðar til að hamla gegn upptöku á enskum orðum í íslensku. En þegar menn fara út í smíðar á nýyrðum eða taka eldri orð og breyta merkingu þeirra til nota yfir hugtök sem þegar hafa góð og gild íslensk heiti, þá er skörin farin að færast upp í bekkinn.

Blessaðir frakkarnir eru komnir að passa okkur fyrir vonda karlinum. Og í fréttum því tengdu er tönglast á orðinu loftrými. Loftrými þetta og loftrými hitt.  Þetta „loftrými“ hefur fram að þessu verið kallað lofthelgi (sbr. landhelgi) og dugað þokkalega.  Loftrými, merkir allt annað.

Má búast við því að orðið landhelgi verði ekki frambærilegt öllu lengur, frekar en lofthelgi, og menn fari að kalla landhelgina landrými?


mbl.is Frakkar vakta loftrýmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.