Idolfangi
27.5.2008 | 21:51
Svo segir í frétt á Vísi.is í dag. Ég get ekki neitađ ţví ađ mér var verulega brugđiđ viđ lestur fréttarinnar.
Er ţađ virkilega svo ađ eiturlyfjainnflytjendur og eiturlyfjaneytendur í neyslu séu settir til afplánunar á Kvíabryggju? Hvađa tilraun er hér í gangi? Hvađ hefur K.B. til unniđ ađ fá svo vćga silkihanskameđferđ?
Fáránlega vćgur dómurinn, tvö ár og svo ţessi gjörningur er sem blaut tuska í andlit foreldra ţeirra unglinga sem orđiđ hafa eiturlyfjum ađ bráđ. Foreldra sem ekki hafa litiđ glađan dag mánuđum eđa árum saman vegna manna eins og K.B., sem tekiđ hafa ţađ ađ sér ađ smygla til landsins, eitrinu í ćđar barnanna okkar.
Fréttinni á Vísir.is lýkur á ţessum orđum móđur K.B.; ástćđa ţess ađ hann fái ađ afplána á Kvíabryggju sé sú ađ Kalli Bjarni hafi veriđ edrú allt frá ţví ađ hann hóf afplánun í Hegningarhúsinu (í) byrjun maí. !!!
Móđir Kalla Bjarna hefur eđlilega áhyggjur af syni sínum, hvađa foreldri hefur ţađ ekki? Ég vona svo sannarlega ađ sonurinn nái ađ rífa sig upp úr ţeim sorapytti sem hann er sokkinn í og fjölskyldan geti átt ţessa hrćđilegu lífsreynslu ađ baki ţegar K.B. lýkur afplánun. Ţađ vćri gott ađ geta óskađ fórnarlömbum eiturlyfja og ađstandendum ţeirra hins sama.
En ég deili ekki međ henni ţeirri skođun ađ Kvíabryggja sé rétti stađurinn til ađ koma K.B. á réttan kjöl. Ţađ ađ geta veriđ edrú í mánuđ bakviđ luktar dyr Hegningarhússins verđur vart taliđ til afreka og stađfestu. Hins vegar reynir á stađfestu og vilja ađ halda sér edrú í tvö ár í hinu galopna fangelsi Kvíabryggju. K.B. hefur ekki sýnt ţann vilja og stađfestu síđan dómur féll, ţrátt fyrir stór orđ ţar um.
Ég óttast ađ ţessi undarlega tilraun sé dćmd til ađ mislukkast.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.