Aukaverkanir lyfja

 lyf 001

Þó ég neyti lyfja að staðaldri, hef ég lítið spáð í lyfin, verkan og andverkan. Hef kosið að treysta læknunum og geri enn. Ég var að byrja á nýju lyfi  í vikunni. Lyfinu fylgdu ýtarlegar upplýsingar, ég gluggaði í listann og kaflinn um aukaverkanir vakti athygli  mína. Um aukaverkanir segir þar:

Algengar aukaverkanir:

Bólgnir ökklar, höfuðverkur, ógleði, svimi, þreyta, syfja, magaverkir, hjartsláttarónot  og roði í andliti.

Sjaldgæfar aukaverkanir:

Skyndilegt meðvitundarleysi, brjóstverkur, munnþurrkur, aukin svitamyndun, snertiskynsminnkun, breytt húðskyn, skjálfti, kraftleysi, bakverkir, slappleiki, verkir, þyngdaraukning, lágþrýstingur, breyttar hægðavenjur, meltingartruflanir, uppköst, getuleysi, svefnleysi, skapbreytingar,  vöðva- og liðverkir, vöðvakrampar, æðaslit, andnauð, nefkvef, hárlos, kláði, útbrot, litabreytingar á húð, tíðari þvaglát, truflanir á þvaglátum, næturþvaglát, sjóntruflanir, eyrnasuð, breytingar á bragðskyni.

Örfá tilvik:

Ofsakláði, þyngdartap, ofvöxtur í tannholdi, æðabólga, brjóstastækkun hjá körlum, hækkaður blóðsykur, einkenni frá taugakerfi með breytingum á tilfinningum og kraftleysi, hósti.

Í einstaka tilfellum hafa komið fram aðrar en ekki alvarlegar aukaverkanir!

Svo mörg voru þau orð.

Nú kynni einhver að spyrja hvort þetta lyf geri meira gagn en ógagn. Spyr sá sem ekki veit. Það væri þokkalegt að fá allan „pakkann“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blandaðu öllu saman í skál, og þú ert kominn með sjálfstæðismann á alþingi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband