Er Ólafur F að vakna?
3.6.2008 | 17:41
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri telur að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra og óháðra hefði hugsanlega hlotið betra umtal hefði meirihlutinn sleppt því að setja saman málefnasamning í janúar síðast liðnum. Ólafur vék að störfum meirihlutans og umræðunni um hann á fundi borgarstjórnar fyrr í dag.Ólafur sagði umræðuna um meirihlutann vera óhlutdræga og ósanngjarna þar sem einungis væri hamrað á því neikvæða. Svo segir m.a. á Vísi.is í dag.
Er þetta ekki örugglega sami Ólafur F. Magnússon sem stóð keikur, kynnti málefnasamninginn og gortaði af því að í honum hefði 80% af stefnu Frjálslyndaflokksins náðst fram ? Að nú yrðu verkin látin tala. Er Ólafur að átta sig á því að stefna FF, var ekki, er ekki og verður ekki líkleg til vinsælda í óbreyttu formi. Er þetta fyrsti iðrunarhósti Ólafs, sem er að átta sig á þeim mistökum, sem myndun núverandi meirihluta vissulega var? Verkin hafa talað!
Sjálfstæðismenn taka við borgastjórastólnum innan árs og þá verður aðeins ár til kosninga. Ekkert er í spilunum sem bendir til að lausn sé í sjónmáli í foringjakreppu borgarstjórnarflokks sjallana.
Það eina sem er ljóst er að Villi vill. Á meðan getur staða meirihlutans aðeins versnað og ekki hvað síst, staða Ólafs.
Ólafur segir umræðuna ósanngjarna aðeins sé talað um það neikvæða. Liggur eitthvað jákvætt eftir þennan meirihluta? Jafnvel innmúraðir Sjálfstæðismenn koma ekki auga á neitt jákvætt, hvað þá aðrir. Þetta er óvinsælasti meirihluti sem verið hefur við völd í Reykjavík frá upphafi.
Ég hef þá trú að Ólafi muni líða illa á friðarstóli með sjöllunum, með aðeins ár til kosninga. Þá verður Ólafur aftur orðin að peði, mjög óvinsælu peði raunar.
Það er slæm staða fyrir mann sem hugnast að halda áfram í pólitík til að vinna að og hrinda fram öllum þeim góðu málum, sem hann hefur á stefnuskrá sinni.
http://visir.is/article/20080603/FRETTIR01/50378850Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.