Kaffihúsabloggarar og vesturbæjarhúsmæður
3.6.2008 | 21:57
Margir kaffihúsabloggarar og vesturbæjarhúsmæður hafa í dag farið mikinn og undantekningarlítið gagnrýnt harðlega þá gjörð að fella björninn. Þekkir þetta fólk aðstæður á svæðinu? Þekkir þetta fólk til Hvítabjarna? Kann það til verka við handsömun á hungruðum og hættulegum villidýrum? Veit það yfir höfuð nokkuð um Hvítabirni?
Á Svalbarða standa Norðmenn frammi fyrir þessum sama vanda, ekki á 18 ára fresti eins og hér, heldur oft á ári. Þar eru tveir kostir taldir raunhæfir. Fyrst er reynt að reka björninn aftur út á ísinn sé þess kostur. Takist það ekki er að þeirra mati aðeins eitt raunhæft úrræði, skjóta björninn. Það er nú þannig að ísbirnir eru ekki beinlínis auðsveipur búpeningur sem lætur rekast þangað sem þeim er ætlað að fara, nema ef vera kynni í hugarheimi kaffihúsabloggara og vesturbæjarhúsmæðra.
Ég tel fullvíst að það sé ekki af mannvonsku, umhverfisverndarandúð eða dýrahatri sem Norðmenn fara svona að. Full víst verður að telja að þar ráði mestu áratuga löng reynsla og þekking. En hvað hefur slíkt að segja þegar kemur að tilfinningarríkum Íslenskum bloggurum.
Mest varð ég hissa á ummælum Egils Steingrímssonar héraðsdýralæknis á Blönduósi. Hann taldi lítið mál að reka saman barndýrshelt búr á engum tíma. Eða að svæfa hefði mátt björninn með æti blönduðu svefnlyfi. Ég tel rétt að Egill verði fengin til að kenna mönnum að smíða Hvítabjarnarheld búr úr engu á engum tíma. Eitthvað takmarkað efni um Hvítabirni hefur verið í þeim fræðum sem Egill las til prófs.
Ekki veit ég glögglega ástæður þess að Norðmenn hafa ekki farið að ráðum Egils eða kaffihúsabloggara. Þeir hafa örugglega fengið allar þær frábæru hugmyndir, sem þetta fólk af visku sinni býr yfir, beint í æð en af einhverjum ástæðum ekki talið þær raunhæfar eða framkvæmalegar. Á Svalbarða fara menn ekki af bæ örðuvísi en vopnaðir, það gerðu þeir örugglega ekki ef greining Íslenskra kaffihúsabloggara- og vesturbæjarhúsmæðra á meðfærni Hvítabjarna væri rétt.
Hvítabirnir eru algengast 400 til 600 kg. Dæmi eru um birni sem hafa náð 800 kg. 90% af fæðu þeirra er selkjöt. Þeir bana 300 kg. útselsbrimli með einu höggi þannig að hér eru engar barnagælur á ferð.
Það er þægilegt að sitja í öryggi fjarlægðarinnar, í vesturbænum, ýmist heima eða á kaffihúsi og gagnrýna lögregluna á Sauðárkróki. Meta málið af fagmennsku úr fjarlægð af fréttum einum saman og gefa lítið fyrir mat lögreglunnar sem var á vettvangi.
En ég hugsa að tónninn hefði fljótlega breyst í vesturbænum og annað hljóð komið i strokkinn ef bangsi hefði verið á vappi þar í nágreninu og löggan dundað sér við hugmyndir um að fanga hann lifandi í anda rómantísks ævintýris svo hægt yrði að hjálpa honum heim til Birnu og Húna litla, fjölskyldu bangsa sem bíður svöng á ísnum eftir að pabbi komi heim með matinn.
Þá yrði nú bloggað maður! Það yrði bloggað um; aðgerðarleysi yfirvalda, hvað löggan væri að pæla, að öryggi manna væri stefnt í voða, hver bæri ábyrgð o.s.f.v...... o.s.f.v. Og mönnum yrðu ekki vandaðar kveðjurnar.
Ísbjörninn felldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:16 | Facebook
Athugasemdir
Sæll,
Brottfluttur Blönduósingur hér, sjálfur blogga ég aldrei, en mér verður ekki orða bundist yfir fáfræðinni stundum. Þú sagðir allt sem segja þarf... og þið hin, vaknið upp með ísbjörn á malbikinu og við skulum athuga það hvað gerist...?"
ég (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:53
Besta ísbjarnarbloggið sem ég hef lesið í dag:) Takk fyrir.
Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:01
Góður!!
Illugi (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:04
Ég vill þakka þér fyrir stórkostlegan málflutning. Það er ekki auðvelt að færa hugsanir og sjónarmið í orð en þú segir allt sem segja þarf um þetta mál og það snilldarlega. Ég verð að viðurkenna að það getur sest á sálina hjá mér stundum að lesa fyrirsagnirnar hjá moggabloggurum þegar ég les fréttir af "hitamálum".
Það virðist hafa fjölgað hressilega í dómarastéttinni á Íslandi með tilkomu bloggsins.
Skúli Magnússon (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:10
Loksins einhver sem segir eitthvað sem ég get verið sammála. En fannst þér ekki snilld að ætla að ætla að girða Bjössa af? Nú eða þá að skipta liði og halda honum á ákveðnu svæði á meðan beðið var eftir aðgerðar áætlun. Menn eru bara ekki í lagi. Einhver ætlaði að geyma hann í húsdýragarðinum, kannski í selalauginni.
ha ha (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:17
Það er alltaf sama móðursýkin í þessu helvítis borgarpakki sem fer um vælandi um verndun á öllum andskotanum, hvort sem það er hlandbrunninn skúr við Laugaveginn eða mígandi ruglaður ísbjörn á kolvitlausum stað í náttúrunni. "Handsama greyið og verja stórfé til að koma honum heim til sín", hvílíkir bjánar. Þeir sem hæst hafa vita nákvæmlega ekkert hvað þeir eru að tala um. Hvað skyldi heyrast í þeim ef björn skyti allt í einu upp kollinum í þeirra heimasveit. Að sjálfsögðu á að drepa björninn og átti reyndar aldrei annað að koma til álita. Ákvörðun lögreglunnar á Króknum um örlög bjarnarins er óvéfengjanleg, þeirra er ábyrgðin eftir að þeim berst tilkynning um ísbjörn á röltinu í þeirra umdæmi. Móðursjúka Reykjavíkurhyskið hefur ekkert með þetta að gera!
corvus corax, 3.6.2008 kl. 23:50
Þetta er í fyrsta sinn sem ég les bloggið þitt og þú ert strax orðinn minn uppáhaldsbloggari hérna á moggablogginu. Það fyrsta sem mér datt í hug var: Hvað ef björninn drepur mann... Margir vitleysingar segja að björninn sé í útrýmingarhættu en nóg til af mannfólki.... sem mér reyndar finnst með þeim "gáfulegri" rökum gegn því að deyða bjarnargreyið. Við drepum einn á 18 ára fresti en grænlendingar gera þetta í stórum stíl til að eiga í sig og á! Væri ekki nær að senda þeim grænmeti frá Flúðum og hlýjar lopapeysur. Nei því tíma ekki kaffihúsabloggarar og hitt hyskið sem þú nefnir..
Flottur málfluttningur og finnst mér málið útrætt..
kv.
Smári Magnússon (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:03
heyr heyr !!
Ellert V. Harðarson, 4.6.2008 kl. 00:40
Point taken.. þó málið sé vitaskuld fjarri því svona svarthvítt. Skoðanir verða ávallt skiptar og ekkert nema gott um það að segja. En mér finnst nú svona í grófari kantinum að kalla fólk hyski þó það sé ekki sammála manni. -Sammála með það, Skagstrendingur?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.6.2008 kl. 01:20
Þakka öllum innlitið og undirtektir.
Varðandi útrýmingarhættu Hvítabjarna er aðeins þetta að segja. Já þeir eru vissulega í hættu en stofninn hefur rúmlega fjórfaldast síðan friðun hófst. Rússar riðu á vaðið 1956 og friðuðu björninn. Þá taldi stofninn 5.000 dýr. Alfriðun komst síðan á 1966. Nú er stofninn rúmlega 20.000 dýr. Þannig að hann er á uppleið öfugt við það sem margir virðast halda.
Helga Guðrún ég er sammála að engin þörf er á slíku til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ég reyni a.m.k. að forðast það.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.6.2008 kl. 01:36
Sæll vertu félagi! Þú sendir mér link á bloggið þitt, ég veit ekki afhverju þú skrifar ekkert með því. - Þú bætir kannski úr því.
Ég veit ekki heldur hvort þú hefur lesið það sem ég bloggaði, og afstöðu mína, og ert að lýsa yfir "samstöðu og samþykki" með því sem ég segi. - En ég tek því þannig og þakka þér fyrir að samstöðuna. -
Ég er alveg sammála því sem þú skrifar, nema ... ég verð að segja, að ég er undrandi á hversu niðrandi þú skrifar um bloggara, vesturbæinga, og kaffihúsagesti. -
Veit ekki alveg hvað það á sammerkt með þeirri staðreynd að sú ákvörðun sem tekin var um að fella "Dýrið" var hárrétt á miða við aðstæður allar. - Punktur. -
Fyrir því færir þú góð rök, í pistli þínum, og þarft ekkert að eyðileggja góða röfærslu þína, með því að tala niðrandi um þá sem væntanlega eru ekki sammála þér. - Þeir skipta nefnilega ekki máli. - það er málefnið sem þú ert að skrifa um sem mestu máli skiptir. - og afstaða þín til málsins, sem er meginmálið.
En athyglin dregt frá "meginmálinu" og fer yfir á "jáliða" sem fá útrás í niðrandi og barnalegum skrifum um Reykvíkinga, og annað þéttbýlisfólk, og fólks sem ekki skilur þær aðstæðu sem voru fyrir hendi í dag, þegar ákvarðanir voru teknar.
Það má alveg leiða að því getum að sama fólk skilji ekki hvernig það er að búa út á landi. - Eða hvernig það er að vera upp á heiðum, í svarta þoku.
En það væri líka gott efni í annan pistil. - Ekki satt. -
En ég tek líka undir með þér, að ég er mjög hissa á því sem ég sé haft eftir héraðsdýralækninum, og ég skil ekki alveg hans viðbrögð. - Vonandi skýrir hann viðbrögð sín út síðar. Þangað til óska ég þér og þínum alls hins besta. Kær kveðja LG
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2008 kl. 01:56
Takk fyrir þetta, Skagstrendingur.Og fyrir hina,ég held að samsetningin: kaffihúsabloggarar og vesturbæjarhúsmæður, sé samheiti yfir nöldrara sem að fjasa yfir öllu sem að hægt er að fjasa yfir. Gott hefði verið að ná þessu dýri lifandi og geta komið því heilu til baka en það var ekki gert, líklega vegna þess að það hefur verið álitið að það væri ekki hægt. En að gera það vegna álits einhverra útlendinga á okkur er bara bull.Ég veit ekki hvers konar undirlægjuháttur það er að tala alltaf um álit annarra á okkur.Okkur varðar ekkert um álit ferðalanga á okkur og ef að þeir hætta við að koma út af svona máli, þá er það bara í lagi, það koma þá bara einhverjir aðrir í staðinn.
Yngvi Högnason, 4.6.2008 kl. 09:14
Flottur pistill hjá þér.
Einfeldnin er með ólíkindum. Mætti halda að sumt fólk lifði í endalausu ævintýri.
Halla Rut , 4.6.2008 kl. 11:25
Furðulegt hvað margir virðast halda að bangsinn hefði bara fengið að leika lausum hala hefði hann ekki verið plaffaður niður af þessum snillingum ...eða þannig. Bara kjánalegur fyrirsláttur að erfitt hefði verið að fylgjast með ferðum hans þar til honum hefði verið bjargað...frekar snautleg málalok finnst mér og ekki mikil reisn yfir þessu, enda veldur hræðsla oft dógreindarskorti og fljótfærnislegum ákvörðunum.
Georg P Sveinbjörnsson, 4.6.2008 kl. 13:36
Sæl öll og takk fyrir innlitið.
Lilja.
Við virðumst sammála að mestu. Linkurinn á mig var frekar ætlaður þeim sem eru á öndverðu máli. Þægilegra en að skrifa langt mál aftur.
Ég tel mig ekki vera niðrandi í garð neins. Ég vissi ekki að það þætti niðrandi að vera kaffihúsabloggari hvað þá vesturbæingur sem ég hélt að væri eftirsótt. Hafi einhver annan skilning þá get ég ekki að því gert.
Hitt er annað mál að í Reykjavík, rétt eins og í stórborgum erlendis, er að myndast fjöldi manna sem ekki veit út á hvað lífið gengur. Fólk sem trúir því að óþarfi sé að deyða dýr sér til matar. Það sé hægt að kaupa matinn út í næstu búð.
Yngvi.
Þú ferð nokkuð nærri með skilgreininguna á þessum orðum. Hvort það er niðrandi er persónulegt mat. Já það er undarlegt að ef eitthvað gerist þá er fyrsta hugsum sumra. "Hvað ætli útlendingar haldi um okkur."
Halla.
Takk.
Georg.
Ég tel mig þekkja nokkuð til þarna. Ég hefði ekki viljað missa bangsa upp í þokuna. Ég tel ákvörðun lögreglunar hárrétta. Þetta hefur ekki verið þeim léttbær ákvörðun, en þannig ákvarðanir þarf oft að taka fyrirvaralítið.
Þessi gagnrýni á lögguna er barnaleikur hjá þeirri orrahríð sem dunið hefði á þeim, hefðu þeir misst bangsa frá sér og hann valdið tjóni svo ekki sé talað um manntjóni.
Ekki held ég að hræðsla hafi stjórnað aðgerðum, en þegar ísbirnir eru annarsvegar þá er hræðsla góður bandamaður og hefur bjargað mörgum mannslífum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.6.2008 kl. 16:48
Mér var sagt af fróðum að menn gefi frá sér sterka lykt þegar þeir eru óttaslegnir og laði frekar að sér rándýr, þau velja frekar að ráðast á þá sem gefa frá sér þessa lykt en þá sem virðast í jafnvægi. Þetta er svipað og þegar fólk er á ferð í miðbænum um nótt í margmenni eða á vafsömum slóðum erlendis, þeir sem eru flóttalegir og virðast smeykir verða helst fyrir böggi...þó að stundum geti vissulega verið gott að hlaupa eins og maður eigi lífið að leysa.
Georg P Sveinbjörnsson, 4.6.2008 kl. 18:00
Sæll Axel.
Þetta er fínn pistill. Algerlega sammála þér
Kveðja,
Kári Lár.
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 00:30
Gersamlega sammála.
Er mest ergileg yfir umfjölluninni hér í DK, þar sem fram kemur að bjössi hafi SYNT frá Grænlandi til Íslands, og að drápglaðir Íslendingar hafi plaffað hann niður við komuna til landsins.
Alveg sama óraunsæið og hjá hinum rómantísku bloggurum sem ég hef lesið krítikina hjá.
Jónína Christensen, 5.6.2008 kl. 07:58
Ég er fullkomnlega sammála þér. Mjög þreyttur á þessu "oh hann er svo sætur" og "má ég ættleiða hann" liði. Fólk er komið annsi langt frá náttúrunni og lögmálum hennar.....Sama segi ég um fólk sem þekkir hvali engöngu úr ævintýrum um Moby Dick eða James Bartley...
Gulli litli, 5.6.2008 kl. 10:52
Sæl, Kári, Jónína og Gulli, takk fyrir innlitið og undirtektir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2008 kl. 12:14
Vanhugsun frá a-ö finnst mér þrátt fyrir góðan póst. Þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að dýr komast í útrýmingarhættu; þeas, framkvæma fyrst, hugsa svo. Það hefði verið hægt að koma saman einhverns konar búri fyrir dýrið og síðan flogið með það til sinna heimkynna ef áhugi hefði verið fyrir hendi. Klárlega var hann það ekki. Þetta er ísbjarnablús að mínu mati.
eikifr (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:30
eikifr
Í útrýmingarhættu segir þú, fræðilega er það rétt. Hvítabirnir voru alfriðaðir 1966, þá taldi stofninn 5000 dýr. Í dag telur sami stofn rúmlega 20000 dýr þrátt fyrir að allan friðunartímann hafi birnir verið skotnir ef nauðsyn krafði við aðstæður líkar þeim sem komu upp í Skagafirðinum. Stofninn er því klárlega á uppleið.
Þetta með búrið... þú gefur sem sagt lítið fyrir reynslu Norðmanna. Þú hefur væntanlega séð myndir af landbjörnum þar sem þeir rísa upp á afturfæturna, ekki beint árennilegir. Hvítabjörninn er stærsta núlifandi rándýr jarðar, mun stærri en frændi hans á landi.
Þeir sem til þekkja segja að mæti maður hvítabirni óvopnaður og hann geri árás, sé eini möguleikinn að lifa árásina af, að hafa einhvern með sér sem hleypur hægar. Þetta þekki ég sem beturfer ekki af eigin reynslu því ég hleyp hægt.
En það má væntanlega gera ráð fyrir því að þið sem viljið fara handsömunarleiðina látið nú skrá ykkur og myndið teymi til að gera akkúrat það þegar næsta tilvik kemur upp. Eða ætlið þið örðum það hlutverk?
Ekki það nei.. mátt ekki vera að því... grunaði það.
Þetta með að framkvæma fyrst og hugsa svo sendi ég til föðurhúsanna. Mér sýnist að öll tilfinningarríku bloggin eigi það sammerkt að þar hafi verið skrifað fyrst og ekkert hugsað, hvorki þá eða síðar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2008 kl. 13:19
Það hefði kannski verið ráð að fanga hann og senda í bláa lónið þá hefði skagfirski sérfræðingurinn getað klórað honum á bak við eyrun. Virðist vita meira um ísbirini en Tarzan um apa og þó ólst hann upp með þeim
Guðmar (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 14:09
Takk fyrir góðan pistil. Ég er alveg hjartanlega sammála þér. Ég er búin að vera að hugsa í þessari histeríu um fólkið sem fer í sveitaferðir á vorin til að skoða litlu sætu lömbin og folöldin. Á haustin fer sama fólkið útí búð og kaupir sér nýtt lamba og folaldakjöt. Það er allt í lagi. En þegar stórhættulegt dýr byrtist hérna á klakanum verðu allt vittlaust. Hvað átti annað að gera?
Svæfa hann segja sumir. Með hrossadeyfilyfi þá? Hvað skildi það duga í langan tíma? Maður spyr sig. Svæfa hann aftur og aftur ... troða honum í gám eða eitthvað álíka, keyra með hann suður, troða honum í flugvél fljúga út, þaðan í þyrlu því ekki komast flugvélar um allt á Grænlandi.. hvað þá bílar. Sleppa honum svo einhvertstaðar þarna. Guð má vita hvort það væri "svæðið" hans, og vona svo að hann hafi sloppið nokkuð hress útúr öllu þessu. Svo er spurningin hvernig átti að vera hægt að halda birninum sofandi ogg rólegum í þessu öllu saman? Veit fólk hvernig bara 1 svæfing fer með dýr?
Mér persónulega finnst þetta vera rétt ákvörðun.
Solla, 5.6.2008 kl. 14:23
http://magnusthor.eyjan.is/
Sammála Magnúsi sveitunga mínum þér þó ég sé það nú ekki alltaf. Gaman að virða fyrir sér tölurnar frá Svalbarða.
"Á fréttamyndum gat ég ekki séð þessa ógurlegu þoku sem talað var um. Og hvað með það þó hann hefði horfið í smá stund. Menn hefðu fundið dýrið aftur. Hvítur ísbjörn er nú ekki beinlínis lítið áberandi á þessum slóðum. Og hann hefur ekki mikla yfirferð. Ísbirnir eru engin hlaupadýr.
Og þeir ráðast ekki á menn sé rétt að þeim farið, nema þeir séu ærðir af sulti eða í vörn gegn árásum manna til að mynda þegar birnur verja húna sína. Á Svalbarða hafa ísbirnir aðeins drepið 3 manneskjur og slasað sex á þeim 35 árum sem liðin eru síðan þeir voru alfriðaðir. Og það eru mjög margir ísbirnir á Svalbarða (um 4.000) og algengt að þeir hitti fólk."
http://kho.unis.no/doc/Polar_bears_Svalbard.pdf
Nú geta allir fengið sé kaffi og lesið þessa skýrslu þó þeir þykist eflaust vita allt fyrirfram eins og algengt er fyrir norðan
Guðmar (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 15:10
Ég er hjartanlega sammála þér Skagstrendingur. Hvað ætli það þurfi að koma oft fram í fjölmiðlum að það hafi því miður ekki verið annað í stöðunni en að skjóta dýrið. Það er eins og allir horfi bara fram hjá því. Það eru teknir heilu Kastljós þættirnir um þetta mál bara af því að dýrið var skotið. Það hefur t.d. enginn bent á það að þetta dýr kemur til landsins á ólöglegan hátt því samkvæmt reglum eiga öll dýr að vera í einangrun í áhveðin tíma þegar komið er með þau til landsins. Átti að leyfa dýrinu að smita önnur dýr á svæðinu og eða drepa þau áður en að farið var í einhverjar aðgerðir. Svo hefur nú komið fram hjá þeim sem að til þekkja í Grænlandi og víðar að þessi dýr eru EKKI í útrýmingarhættu. En það er alveg ljóst að ég er sammála því að þetta eina dýr sé aflífað en ekki beðið eftir því að það ráðist að fólki og limlesti eða deyði það. Það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá þessa frétt var einmitt þetta að ég vil að ég og mitt fólk sé óhult og til þess að það sé þá þarf því miður að deyða dýrið enda voru ENGIN önnur úrræði. Það hefur t.d. komið fram að deyfingin á svona dýri dugar í 40-60 mínútur. Það mega vera ansi snör handtök og hraðfleyg þyrla sem að flytur það á þeim tíma frá Íslandi og til Grænlands. Legg ég til að menn og konur hætti að ræða þetta mál því að þetta er BÚIÐ.
Hvít-veginn (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 15:15
lestu pistilinn hans Magnúsar sem ég linkaði hér að ofan. Þar segir að það hefði verið nóg að fara með hann að ísröndinni norðvestan við Ísland. Hver var að tala um alla leið til Grænlands????? Samkvæmt Magnúsi mátti það ekki einu sinni nema með leyfi. Lesa sér til um áður en staðhæft er svona
Guðmar (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 15:24
Sæl og takk fyrir innlitið Guðmar, Solla, Guðmar? og Hvít-veginn.
Solla og Hví-veginn; Þakka innleggið og undirtektir.
Guðmar; Ég átta mig ekki alveg hvort hér er einn Guðmar að ræða eða tvo. Ef þú ert aðeins einn þá hefur þú tekið 180° beygju milli 23 og 25. Eftir lestur á Magnúsi?
Þokan var þarna en nokkru ofar en björninn. Já ég veit að hvítur björn er nokkuð áberandi á dökkum grunni, en öðru máli gegnir í svarta þoku þar er hreint ekki gott að átta sig á einu eða neinu ef ekkert er kennileitið. Allt verðu grátt og ógreinilegt. Trúðu mér, við slíkar aðstæður, hefðir þú ekki nokkra hugmynd um björninn fyrr en hann andaði dónalega í eyrað á þér. Þ.e.a.s. ef hann væri í þeim hugleiðingum.
Ísbjörn hleypur hraðar en menn, en hann getur það ekki lengi. Nógu lengi samt til að ná þér. Það dugir honum.
Hefurðu hugleitt að það að taka málið föstum tökum og bregðast við á skynsamlegan hátt í stað þess að láta rómantískar ranghugmyndir og móðursýkis skyndihugdettur ráða för, sé ástæða þess að manntjón er tiltölulega lítið hjá Norðmönnum. Það eru felldir allnokkrir birnir þar á ári hverju. Væri það ekki gert værum við vafalítið að horfa á aðrar tölur.
Ég las pistilinn hans Magnúsar. Ég er honum ósammála í velflestum málum, svo er líka hér. Grein hans breyti engu þar um. Raunar byrjar hann greinina á klárum ósannindum. Hann eignar umhverfisráðherra ákvörðunina að fella björninn. Að sögn lögreglunnar á Króknum, fól hún lögreglunni þar að meta aðstæður og hvað hægt væri að gera og taka ákvarðanir í ljósi þess.
Ég tel fullvíst að Danir, fyrir hönd Grænlendinga, hefðu haft sitthvað við það að athuga ef birninum hefði verið sleppt á ísinn rétt utan lögsögu Grænlands. Rétt eins og við hefðum ýmislegt við það að athuga ef einhverjir hefðu komið með dýr upp að 3ja mílna landhelginni, sleppt því þar til að láta það synda í land. Þetta veit Magnús þó hann kjósi að láta það ósagt.
Viðbrögð Dana við slíku væri án vafa að skjóta björninn.
Ég átta mig ekki alveg á hvað þú átt við í 27. Á ég að taka þetta til mín?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2008 kl. 17:40
Ekki er ég margfaldur í roðinu Axel :-) Sami maður í öll skiptin. 27 var ætlað Hvít-vegnum. Gleymdi að geta þess og biðst forláts.
Ég skoðaði aðra skýrslu þar sem fram kemur að það er í algjörum neyðartilfellum að birnirnir eru drepnir á Svalbarða og má sjá stóran mun á eftir "friðun" fyrir 35 árum. Oft eru þetta sjálfsskaparvíti og óvitaskapur er ísbirnir ráðast á menn. Menn skilja eftir matarleyfar sem hungraðir Birnir renna svo á lyktina af, eða eru að þvælast þar sem þeir eiga ekki að vera eins og stór hópur manna þarna á heiðinni þegar aðgerðirnar fóru fram. þá á ég ekki við lögregluna eða Skytturnar 5 heldur bjánana sem voru að forvitnast. Hvað í andskotanum voru þeir að gera þarna????? Birnur eru að verja húna sína ef menn koma of nálægt er líka til í dæminu. Svo auðvitað eins og fram kemur í skýrslunni sem Magnús vitnar í að dýrin eru glorsoltinn og horuð eins og sjá má á mynd. Samkvæmt líffræðingi var þessi Björn vel haldinn og því varla í órásarhug alla vega ekki til að veiða sér til matar.
Eins og þú sérð eflaust erum við á öndverðum meiði í þessu og er ég þó hvorki Vesturbæingur né Kaffihúsaþaulsætingur. ´
Guðmar (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 00:41
Guðmar;
Auðvitað er stór munur á tölum um hvítabjarnadráp á Svalbarða fyrir og eftir friðun. Þar eins og annarstaðar á norðurhjara drápu menn þá sér til gamans. Það lagðist sem betur fer af við friðun.
Það virðist háttur okkar Íslendinga að dragast eins og mý að mykjuskán að svona atburðum. Samanber ef slys verður er vart vinnufriður fyrir hjálparlið fyrir forvitnum vegfarendum.
Já Bjössi var sagður í þokkalegu ásigkomulagi og því hraust dýr og til alls líklegt. En útlitið segir ekkert hvort hann var ærður af hungri eða ekki. Það kemur ekki í ljós fyrr en magainnihald verður skoðað.
Komi í ljós að hann hafi étið nýlega hefur hann gert það eftir að hann steig á land (búpening?) því veiðimöguleikar hans á sundi eru litlir sem engir. Og þá var hann byrjaður á atferli sem hann hefði ekki látið af, þótt beitt hefði verið fortölum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2008 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.