Bubbi sér ljósið

Bubbi Morthens segist ekki vera virkjanasinni en hann hittir naglann lóðbeint á höfuðið þegar hann segir:

„Ef ég væri venjulegur maður úti á landsbyggðinni sem ætti hús, væri með fjölskyldu og þyrfti að borga reikninga og stæði frammi fyrir því að ekkert nema álver gæti bjargað afkomu minni þá þyrfti ekki að ræða málið. Viljum við atvinnulíf á landsbyggðinni eða viljum við að landsbyggðin verði sumarbústaðanýlenda auðkýfinga?“  

Þetta er einmitt málið. Þeir sem hvað harðast berjast gegn slíkum framkvæmdum eiga ekkert  undir þeim komið. En ef afkoma þeirra og eignir væru undir er ég hræddur um að breyting yrði á og annað hljóð kæmi í strokkinn.  


mbl.is Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki atvinnuleysi á Húsavík og Það er ekki atvinnuleysi í Keflavík. Þannig að fjölskyldurnar úti á landi þar sem væntanleg álver eiga að rísa geta vel borgað af húsum sínum eins og annað vinnandi fólk. Á öðrum stöðum þar sem er atvinnuleysi má benda á það að það er vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins í kvótamálum sem sú staða er uppi.

Valsól (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Valsól. 

Atvinnuleysi á Suðurnesjum var í júní 2008 2,4% og 1.7% á Nl.eystra. Landsmeðaltal var 1,1%.

Atvinnuleysi á Austurlandi var á sama tíma 0,4%. Hvernig skyldi standa á því?

Bestu kveðjur,

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2008 kl. 12:38

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´ 

Valsól;  Ert þú að reyna að sgja okkur það að Húsvíkingar og Keflvíkingar hafa næga atvinnu og því þarf ekki neina atvinnuuppbyggingu til langstíma litið?  Fólk sem hefur nóg að borða í dag, þarf þá ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum!  (Þetta er ekki einu sinni kvennalógík - hvaðan fékkstu þetta?)

"Það hefur ekki sprungið á bílnum í marga mánuði, til hvers erum við með varadekk?"  Eiginkonan við eiginmannin: "Þú ert búinn að eyða peningum í iðgjöld á líftryggingu í mörg ár og hefur ekki drepist enn - hættu þá þessari vitleysu að eyða peningunum svona!" (kvennalógík).

Axel Jóhann; Ég held að hún Valsól vilji segja þér eitt: "Það er ekki nema 0,4% atvinnuleysi á Austfjörðum.  Það sýnir að Kárahnjúkavirkjun var alveg ástæðulaus, fyrst það er svona lítið atvinnuleysi þarna" (kvennalógík).

Kveðja, Björn bóndi  J

Sigurbjörn Friðriksson, 19.7.2008 kl. 18:31

4 identicon

1.7-2.4% er það mikið atvinnuleysi? uuuu, nei það er svona normal og ef miðað er við önnur vestræn ríki þá jaðrar við að hægt sé að kalla þetta ,,ekki atvinnuleysi". Auðvitað er staðreyndin sú að ef ekki væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hægrimennskuna hans þá væri akkúrat ekkert atvinnuleysi á landsbyggðinni, hvorki á Vestfjörðunm né Suðurnesjum né annarsstaðar. En vegna stuðnings 30% landsbyggðarfólks er kvótinn í höndum örfárra einstaklinga mest megnis í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Akureyri, önnur sjávarpláss geta étið það sem úti frís í boði hægri frjálshyggju græðgisvæðingar Sjálfstæðisflokksins, varðhunds kvótakerfisins. Ég hugsa að þú sért mér sammála, eða hvað? Svo langar mig að segja að ef ekki væri fyrir kvennalógík þá væri heimurinn ein logandi rúst. Ef við hefðum haft meira af kvennalógík í ríkisstjórnum á Íslandi hingað til þá hefðu málin verið afgreidd með réttlátari hætti og kvótinn væri sennilega á sínum stað. Mannúðin fengi meira pláss og fólkið í sjávarplássunum hefði ekki verið skilið eftir slippt og snautt í verðlausum húsum. 

Kveðja, Valsól 

Valsól (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 00:28

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæl Valsól. 

Tölur um atvinnuleysi segja ekki alla söguna á landsbyggðinni. Þegar hallar undan fæti þar og ekki er útlit fyrir að úrrætist þá flytur fólk burtu. Oftast til Reykjavíkur og nágrennis, þar verða störfin til. Fólk skilur alla eignir sínar eftir verðlausar eða "selur" þær fyrir skammar upphæð, sem vart dyggðu fyrir gömlum bíl þegar suður er komið.

Tökum sem dæmi mína heimabyggð Skagaströnd. Þar bjuggu árið 1998 624, í ár búa þar 529, sem er fækkun um 95 eða 15% sem er stór hluti af svona byggðarlagi og jafngildir því að 17.000 manns flyttu frá Reykjavík! Ef þetta fólk hefði ekki hörfað og leitað í atvinnu annarstaðar, heldur þraukað á atvinnuleysisskrá fyrir norðan væru tölurnar aðrar, ekki satt? Álver á landsbyggðinni er tilraun til að snúa þessari "þróun" við. Fólki hefur t.d fjölgað nokkuð á Austurlandi undanfarið. Það getur varla verið slæmt?

Ég er einn af þessum flóttamönnum. En ef ég ætti kost á vinnu fyrir norðan á sömu launum og hér, færi ég með það sama. Það er nefnilega sjaldan nefnt að laun á landsbyggðinni eru mun lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Þar er ekki þensla og því ekki yfirborgað.

En hvað álverið varðar, ef velja þyrfti milli Helguvíkur eða Bakka, myndi ég velja Bakka. Suðurnesin hafa meiri möguleika að bjarga sér á annan hátt.

Ég er sammála þér með kvótann og afleiðingar hans. Einmitt þess vegna er aðgerða þörf. Ég þarf ekki að segja skoðum mína á Ríkisstjórninni.

Bestu kveðjur,

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.7.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband