Hvað meinar Mr. Brown?

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands ávarpaði Knesset í dag þar sagði hann m.a. að Bretar muni standa með Ísraelum í „baráttunni fyrir frelsi“.

Brown    Hvaða frelsi Mr. Brown? Frelsi þeirra sem Ísraelar kúga, oka og ofsækja með stuðningi UK og fleiri vestrænna ríkja?


mbl.is Brown ávarpar Ísraelsþing og aðvarar Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott kvöld Axel Jóhann,

Já, þetta með frelsið og mismunandi túlkanir á því.  Hér er túlkun Múslíma á frelsinu.  Mig langar aðeins að ræða um íslamskan skilning á ,,frelsishugtakinu"  með þínu leyfi:

Frelsi:  ,,Hurriyya, frelsi merkir það að frelsa allt fólk frá því að vera þrælar mannalaga og láta þá lifa í fullkominni þrælslund, í undirgefni við vilja Allah og lögmál hans (Sharia). "

Andrew G. Boston, höfundur ,,The Legacy of Jihad,” skrifar að Bush forseti  hafi marg endurtekið  hina miklu áherslu á að hvetja til frelsis  í Miðausturlöndum.  Samt sem áður bendir Bostom á að  skilningur á orðinu ,,Hurriyya,”  sem er arabíska orðið fyrir ,,frelsi,” og  hið vestræna hugtak ,,frelsi”  og skilningur vestrænna manna á því  ,,sé  algjörlega gagnstæður.”   Hurriyya - ,,frelsi” -  er – eins og Ibn Arabi (d. 1240), sem var hinn oflofaði   ,,Mesti Meistari Sufísmans,”  skilgreindi það sem hinn  ,,fullkomna þrældóm”  undir vilja Allah.  Bernard Lewis, segir í skilgreiningu sinni á ,,hurriyya”  í hinni virtu Alfræðibók um Íslam, að:

,,…Það er ennþá engin skilningur þess efnis að þegnarnir hafi nokkurn rétt til að mynda eða taka þátt í ríkisstjórninni – eða stjórnmálalegs frelsis, eða þegnrétt,  í þeim skilningi sem er að baki stjórnmálalegrar hugsunar á Vesturlöndum. 


Á sama tíma varar hinn íslamski endurbótasinni  og fræðimaður, sem er þýsk – Sýrlenskur,   Bassam Tibi,  Vesturlandabúa við  óskhyggju í  ,,skoðanaskiptum”  sínum við Múslíma. Skoðanaskiptin ganga ekki vel vegna þess tvöfalda siðgæðis sem talsmenn Múslíma beita annars vegar og trúgirni og góðvilji vestrænna hugsjónamanna á hinn bóginn.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband