4 mánaða barni stungið í steininn?

"Parið, ásamt barninu, gisti fangageymslur lögreglu um nóttina. Voru barnaverndaryfirvöld látin vita í kjölfarið."

Var barninu stungið inn ásamt foreldrunum? Er rétt með farið? Ótrúlegt og hrollvekjandi ef satt er.


mbl.is Tóku barn með í hasssöluferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er að því?? Barnið er fjögura mánaða...........hvað hefðir þú gert við barnið?? Fangageymslur lögreglu á íslandi eru nú bara eins og fínustu hótel og ég efast um að barninu hafi orðið meint af. Þetta var nú bara ein nótt......voðaleg dramtík er þetta. 

petur (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 17:22

2 identicon

Haha! Hvað áttu þeir að gera við barnið? Taka það frá móður sinni? Hversu heimskur getur maður verið.

Viktor Jón Helgason (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 17:32

3 Smámynd: Birna M

En "parið ásamt barninu" gisti fangageymslur, finnst mér svolítið ankannalegt. Ok fjögurra mánaða barn gisti fangageymslu, hmmmmm. Mér er samt svolítil spurn.

Birna M, 22.7.2008 kl. 18:52

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Foreldrarnir voru að selja eiturlyf með barnið með sér og  a.m.k. annað undir áhrifum eiturlyfja eða bæði. Ekki veit ég hvaða kröfur þú gerir til hótela Pétur, þær eru a.m.k. ekki á háu plani. Viktor þar sem ég þekki þig ekki, veit ég því miður ekki svarið við síðustu spurningu þinni. Ekki er hægt að draga aðra ályktun af frómu innleggi ykkar Pétur og Viktor að þið eigið ekki börn. Með þetta viðhorf, haldið því þannig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.7.2008 kl. 20:28

5 identicon

Maður getur ekki annað en fundið til með greyið barninu, ekki þá að það taki mikið eftir því að það sé statt í fangaklefa og að það sé eitthvað rangt við það en ég veit þó að fangaklefi er ekki útbúinn til að taka við svona ungu barni og ég stórlega efast um að foreldrar barnsins hafi verið með nauðsynjar fyrir barnið með sér í þessari ferð. Gaman væri að fá að heyra af framhaldi málsins, það er hvernig barnavernd mun bregðast við þessu. Fyrir svona mikið magn þykir mér mjög sennilegt að báðum foreldrum barnsins verði refsað með fangelsisvist í fáeina mánuði. Ég tel að lögreglan hafi brugðist rétt við en vona svo sannarlega að það hafi allavega verið reynt að láta það bitna sem minnst á greyið barninu.

Hallgrímur Þór Axelsson. (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 21:43

6 identicon

Það skiptir engu máli hvort krakkinn hafi verið með þegar að plata af hassi hafi verið einhversstaðar falin í bílnum.

Það að hann hafi keyrt undir áhrifum með barnið í bílnum er hinsvegar allt allt annað mál.

Stebbi (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 23:34

7 identicon

Pff, það er nú ekki eins og barnið eigi eftir að muna eftir þessu þegar það eldist.

Gunnhildur (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 23:44

8 Smámynd: Ása Gígja

Foreldrarnir voru alls ekki að selja eiturlyf, þau voru að fara heim til sín með barnið kl. 11. Móðirin vissi ekki af hassinu í bílnum. Faðirinn var bara að sendast með pakka fyrir vin sinn. Hann var handtekinn og móðirin líka. Pabbinn hefur prófað að reykja hass, en ekki móðirin, hún er með barnið á brjósti, enda var henni sleppt, og lögreglan veit allt um að hún er ekkert viðriðin þetta atvik.Það var alveg óþarfi að setja hana inn líka með barnið. Þetta lið fyrir sunnan er er með fulle femm...

Ása Gígja, 23.7.2008 kl. 01:25

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það kann að vera að þú vitir eitthvað meira en segir í fréttinni Ása Gígja. Ef fréttin er röng er ekki hægt að kenna fólki sem les hana um það. Þetta var nú ekki beinlínis jólakortadreifing samkvæmt fréttinni. Þetta lið fyrir sunnan........ hmumh?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.7.2008 kl. 03:54

10 Smámynd: Gulli litli

Það sem er ótrúlegast er að barnið er enn í þeirra umsjá..

Gulli litli, 23.7.2008 kl. 13:27

11 identicon

Enginn er sekur uns sekt er sönnuð..........þess vegna eru til fangageymslur lögreglu. Annars væri fólki bara stungið beint í grjótið án dóms og laga. Þegar fólk er tekið þetta seint um kvöld með fullan bíl af hassi er eðlilegt að láta það gista fangageymslur í eina nótt. Og ef það er barn með í för eins og var í þessu tilfelli væri fásinna að taka barnið af foreldrum og í raun bannað. Vegna þess að það er ekki búið að ransaka málið. Svipað og þegar einhver er tekinn ölvaður undir stíri á bíl að þá er hann "grunaður" um ölvun uns sekt er sönnuð. Þó að viðkomandi sé augljóslega ölvaður. Svo eru mál ransökuð og viðeigandi aðgerðir gerðar í kjölfarið af því. Barnið var látið gista fangageymslur með móðurinni vegna þess að það var það eina sem hægt var að gera fyrst að svona var komið og þau tekinn seint um kvöld. Nema þá að sleppa þessu fólki bara.........vegna þess að þau voru með barn í bílnum. Og að lokum má það koma fram að ég á barn sjálfur.

pétur (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 14:07

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Gulli og takk fyrir innlitið.

Pétur, hvað er gert við fólk sem gistir fangageymslur lögreglu? Af því er tínt allt sem það gæti skaðað sig á. Belti, axlabönd, úr skartgripir o.s.f.v. Hversvegna er það gert? Jú það er ótrúlega algengt við þessar kringumstæður að fólk reyni að skaða sjálft sig og tekur upp á ótrúlegustu hlutum. Ég geri ráð fyrir að í þessu skyni hafi allt verið tínt af móðurinni.......... nema barnið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.7.2008 kl. 18:46

13 Smámynd: Gulli litli

eitt er öruggt. Barnid er saklaust...

Gulli litli, 23.7.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband