Fyrirmynd fyrirmyndanna.

Bandaríkin vilja gjarna gefa þá mynd af sér og trúa því að þau séu fyrirmynd annarra ríkja. Bandaríski herinn á að vera sá besti á öllum sviðum. Eitthvað er samt rotið og illaþefjandi þar innandyra ef þessar tölur eru réttar. 40% kvenna í bandaríska hernum hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af einhverju tagi. Og þriðju hverri konu í hernum er nauðgað!  

Þriðju hverri konu í hernum er nauðgað!     

Aðeins 8% kæra um kynferðislegt ofbeldi í hernum fer fyrir dóm! Málin eru þögguð niður. Þar vinna sem ein hönd væri allt frá gerendum til æðstu yfirmanna í varnarmálaráðuneytinu. Gott teymi það og sannarlega fyrirmynd allra fyrirmynda.

 


mbl.is 29% kvenhermanna nauðgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru sambærilegar tölur og það hlutfall íslenskra kvenna sem er nauðgað. Mun lægra hlutfall hér fer þó fyrir dóm og langflest málanna eru þögguð niður. Íslendingar vilja líka halda því fram að þeir séu fyrirmynd annarra ríkja.

femmi (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 15:30

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Læra þær ekki sjálfsvörn þarna?  Við þurfum að kenna þeim íslenska glímu.  Þá geta þær tekið þá alla á klofbragðinu!!

Kveðja, Björn bóndi  ïJð<

Sigurbjörn Friðriksson, 1.8.2008 kl. 16:39

3 identicon

Þetta er viðbjóðslegur drullu her. Banndaríski herinn er þekktur fyrir hryðjuverk alveg frá því í indjána stríðunum milli 1860 til 1898. Þetta kemur mér ekki á óvart. The Generals daughter. Mæli með henni. Sannsöguleg mynd.

óli (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 20:06

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið. 

Femmi ertu að segja að þriðju hverri konu á Íslandi hafi verið nauðgað? Bandaríski herinn gefur sig gefur út fyrir að þar ríki strangur agi og heiður. Það harmonerar ekki beinlínis við þessar tölur. Þær sína að þar ræður ríkjum karlremba af verstu sort.

Björn bóndi, kannski íslenska glíman sé svarið.  Stigið......byrjið.......Sigtryggur vann!

Ég hef séð myndina Óli, átakanleg mynd.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.8.2008 kl. 21:41

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´ 

".......að þriðju hverri konu á Íslandi hafi verið nauðgað?"

Ég held að Femínösnunum þætti vænt um að geta haft það uppá okkur karlmennina, sem þær hata frá innstu hjartarótum, hvort sem það væri satt eða logið. 

Kveðja, Björn bóndi  ïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 2.8.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband