Örlygsstaðabardagi hinn síðari?

 Það mætti halda af fréttum að Sighvatur og Sturla hafi á ný mætt þeim Gissuri og Kolbeini unga á Skagfirskum grundum. Ekki var þó um jafn fjölmenn lið nú og þá, né átökin jafn blóðug.

Hér virðist deilt um keisarans skegg. Ekki er þess getið í fréttinni hvort viðskiptavinir kappana, væntanlegir flúðafarar, hafi verið á svæðinu og fengið þannig óvæntan bónus.

Vonandi hafa náðst myndir af „bardaganum“ svo hægt verði að bæta þeim í myndskreytta glansbæklinga og vefsíður fyrirtækjanna.


mbl.is Átök vegna flúðasiglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar í fréttina að slóðinn sem slegist var um var lagður í leyfisleysi skipulagsyfirvalda.

adam Adams. (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 10:27

2 identicon

Bókun skipulagsnefndar var: Varðar það úrbætur á aðstöðu Ævintýraferða í landi Villinganes sem fólust m.a í að leggja veg frá Villinganessbænum niður að Héraðsvötnum. Í ljósi þeirra umsvifa sem orðnar eru í Villinganesi og varða flúðasiglingar á Jökulsá er farið fram á við landeiganda í Villingarnesi að hann láti vinna deiliskipulag af jörðinni sem sýni fyrirhugaðar framkvæmdir í tengslum við flúðasiglingarnar.Jafnframt verði gerð grein fyrir og sótt um leyfi fyrir þeim framkvæmdum sem gerðar hafa verið og ekki er fyrir leyfi skipulagsyfirvalda. Engar framkvæmdir verða heimilaðar á svæðinu fyrr en samþykkt deiliskipulag liggur fyrir. Erindi Magnúsar Sigmundssonar um lagningu vegar að Jökulsá frá Villinganesbænum verður ekki afgreitt nema á grundvelli samþykkts deiliskipulags. Frestur til að ganga frá ofangreindu er til 1. febrúar 2009.

adam Adams (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 10:31

3 identicon

Það virkar sannalegar hughreystandi að setja líf sitt og limi í hendurnar á þessum mönnum.

Jói (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband