Er þetta frétt?

Er rússneskum skipum ekki frjálst að sigla á alþjóðlegum siglingaleiðum, rétt eins og skipum annarra þjóða?

USS WaspAf hverju birtir Mogginn ekki fréttir og fyrirsagnir eins og þessa: „Bandarísk herskip sigla um Íslensku efnahagslögsuguna“ ??

Kaldastríðshugsunarhátturinn lifir enn góðu lífi á Mogganum og þar eru þeir kaþólskari en páfinn.

Okkur ætti sem friðelskandi þjóð að vera í nöp við öll stríðstól, sama hverrar þjóðar þau eru.

 USS Wasp. Af hverju birtir Mogginn ekki fréttir af ferðum þess?


mbl.is Rússnesk herskip sigla gegnum íslensku efnahagslögsöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Ljótu rússarnir voru meira að segja í Tarzan og Prins Valiant bókunum í gamla daga....og orðið dálítið úrelt finnst mér..

Gulli litli, 22.9.2008 kl. 17:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Gulli.

Mogginn hangir á þessari hugmyndafræði eins og hundur á roði.

Kveðja,

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.9.2008 kl. 17:23

3 identicon

Sting upp á annarri stórfrétt

 "Herskip sigla á höfum úti"

Georg (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 17:42

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Georg, ágæt tillaga, en þau verða að vera Rússnesk til að komast í Moggann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.9.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Krummi

Þetta er nú bara kjaftæði, mogginn fjallar ekkert minna um ferðir bandarískra herskipa á ferð um efnahagslögsöguna. Þau eru bara ekkert á ferðinni hérna. Það var nú heldur betur fjallað um ferðir USS Wasp hérna um árið.

Krummi, 22.9.2008 kl. 20:37

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Krummi, ég er að tala um skip sem sigla á alþjóðlegu hafsvæði utan landhelgi. Þú ert að vísa til skipa sem komið hafa til hafnar í opinbera heimsókn. Á þessu er regin munur.

Skárra væri það ef Mogginn hefði ekki minnst á Flugmóðurskip í Sundahöfn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.9.2008 kl. 22:12

7 identicon

Gulli litli og Axel Jóhann vantar ykkur pláss út á sjó á Pétur Mikla og viljið þið vera saman í káetu ?Ég er skipherrann og capteinn.

Mac (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 22:38

8 Smámynd: Gulli litli

þad er gódu lagi kammerat....bara ræda launin..

Gulli litli, 22.9.2008 kl. 23:36

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mac, þakka gott boð en ég er búinn með minn kvóta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.9.2008 kl. 23:36

10 Smámynd: Gulli litli

En Mac(x)...ef þú fengir okkur Axel, þá værirdu vel mannadur!

Gulli litli, 22.9.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband