Brenglað gildismat.

Það er engu líkara af dómum í nauðgunarmálum hér á landi að dómstólar sinni þeim með rettvisihangandi hendi og dómar  séu kveðnir upp meira til  málamynda en að hugur fylgi máli.

Líf og limir virðast lítilsmetin í dómsölum landsins.

Það er meira líf í dómurum ef fjármagni hefur verið misboðið.


mbl.is Dæmdur fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ekkert verra en þegar móðir beit barnið sitt. Eru glæpir bara slæmir ef þeir eru kynferðislegir?  

Who? (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Who who?

Ég vona að þú sért ekki að leggja að jöfnu eitt bit og nauðgun þar sem líf fórnarlambsins er í mörgum tilfellum lagt í rúst fyrir lífstíð.

Nei glæpir eru ekki bara slæmir ef þeir eru kynferðislegir, það segir sig sjálft.

 Ég er aðeins að segja að dómstólar virðast telja það alvarlegra að stela fjármunum af fólki en misþyrma því bæði líkamlega og andlega og þá sérstaklega andlega, það blæðir jú ekki úr þeim sárum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.9.2008 kl. 18:34

3 identicon

Axel hvað er nú land tækifæranna fyrst að kreppan er kominn til vesturlanda ?????

M (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 19:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

M, þú fyrirgefur,  þar sem vitið er takmarkað, þá átta ég mig ekki alveg á því hvað þú ert að fara.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.9.2008 kl. 19:53

5 identicon

Ég var að ræða um hrun vesturveldin og er að ræða um óskyld málefni og hverjir eru þá heimsveldinn Rússar eða Kínverjar ???

M (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 20:07

6 identicon

Líf manna eru bara lögð í rúst eftir nauganir ef þeir vilja það. Þetta er svona "placebo" effect. Sjá bonobos apa.

Kynlíf er á engann hátt frábrugðið öðrum líkamlegum gjörðum. Aðeins í trúarbrögðum er þetta eitthvað hræðilegt.

Nauðgun er bara líkamsáras, ekkert meira, ég er samt á því að dómurinn ætti að vera hærri, en alls ekki hærri en þá dóma sem líkamsárasir fá.

Skaðinn er meiri af grófri líkamsáras heldur en nauðgun.

Siggi (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 20:26

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að það sé óumdeilt að Kínverjar verði mesta efnahagsveldi heimsins um miðja þessa öld.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.9.2008 kl. 20:36

8 identicon

Já, þú hefur brenglað gildismat. Það er fáránlegt að þínu mati að dæma foreldra í einn dag í fangelsi fyrir að beita börnin sín ofbeldi, telur að það hafi engin varanleg áhrif á börnin, en flippar út í þessu máli. Útskírðu aðeins fyrir mér afhverju að það hefur minni eða engin áhrif á barn þegar foreldri, sú manneskja sem barn treystir og á að geta leitað til, byrjar að beita það ofbeldi (eins og t.d. að bíta það ), en þegar einhverjum er fullorðnum er nauðga?. 

Who? (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 05:07

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Siggi, ekki segja mér þetta, segðu þetta við konur sem hefur verið nauðgað.

Who, who? Dómurinn var reyndar 5 mánuðir en ekki einn dagur, en þú gerir þér ekki rellu út af svoleiðis smámunum. Restina skal ég útskýra fyrir þér þegar þú hefur öðlast kjark til að gagnrýna aðra undir nafni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.9.2008 kl. 09:39

10 identicon

Þú sagðir að þú værir á móti fangelsun í bit málinu, þ.a.l. ertu á móti einum degi í refsingu. Takk fyrir útúrsnúninginn og málefnaleg svör.

Who? (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 11:24

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ert að leggja mér orð í munn. Ásökun um útúrsnúning vísa ég til föðurhúsanna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.9.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.