Einkavinaredding.

Er Glitnir eini Íslenski bankinn sem þarf aðstoð, eða eru þar flestir einkavinirnir.

Fær ríkið þessa fjárfestingu til baka þegar bankinn verður einkavina væddur á ný?

Eða verður þá litið á þetta sem styrk til illa stæðra hluthafa og stjórnenda bankans sem hafi ekki getað séð fram á veginn vegna bágra launa?

Þar fór sala Símans og rúmlega það.


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Og hvað fáum við svo þegar betur gengur? Hvað fengum við meðan allt lék í lyndi? Var ekki nóg að gefa þeim bankana á sínum tíma?

Gulli litli, 29.9.2008 kl. 10:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gulli, við fáum bara reikninga. Reikninga fyrir einkavinavæðingar meðgjöf, reikninga fyrir rekstri einkavina og svo reikninga fyrir skuldum einkavina þegar þeir eru komnir í þrot.

Svo aftur reikninga fyrir meðgjöf....... Þetta er hringekja, við fáum ekki að fara um borð og leika okkur, okkur er ætlað að taka upp veskið. Gildir einu hvort það sé tómt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2008 kl. 10:34

3 Smámynd: Ellert Júlíusson

Það er nú ekki hægt að segja að björgun Glitnis hafi verið einkavinaredding þar sem að hann var að megninu til í eigu Jóns Ásgeirs og co.

Ekki miklir vinir þar á ferð, Dabbi og Jónsi.

Ellert Júlíusson, 29.9.2008 kl. 10:35

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ellert, eign hluthafa í Glitni orðinn  0 segir Davíð.

Og Davíð og & gefa Jóni aftur 25% í bankanum?

Ef þeir gera þetta við óvini sína, hvers mega þá vinir vænta?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2008 kl. 10:47

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Álpappahattskenningin er sú að Dabbi hafi verið að koma höggi á Jón & co í Bónus.

En við höfum náttúrlega engar upplýsingar um hvernig glitni gekk í raun og veru - þetta gæti fælt menn frá að byðja seðlabankann um lán, náttúrlega.

Veit einhver eitthvað um þetta annað en það litla sem kom í fjölmiðlum? 

Ásgrímur Hartmannsson, 29.9.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband