Hluthöfum gjaldþrota banka gefnir milljarðar.

„Ekki þjóðnýting“  segir Davíð Oddson, það má til sannsvegar færa því ríkið eignast ekki 100% í bankanum.

„Bankinn gjaldþrota“, segir Davíð, „ef ekki hefði verið gripið inní,  hefði hlutur hluthafa í bankanum verið 0“.

Halló, halló. Hlutur hluthafa er 0,  en samt er þeim tryggður 25% hlutur eftir kaupin!!  Enn á ný hefur almannafé verið varið til að færa einkavinum  milljarða á silfurfati án þess að þeir hafi til þess unnið. 

Linnir vitleysunni aldrei. Sukkinu er bjargað með  meira sukki.

Þorsteini Má Baldvinssyni stjórnarformanni  bankans þykir það miður að hafa ekki tekist að verja eign sína í bankanum en þakkar ekki fyrir gjöf þjóðarinnar til hans, sem nemur fjórðungi af hans fyrri eign í Glitni.


mbl.is Glitnir hefði farið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það var nauðsynlegt að taka ekki 100% til þess að skilja eftir hagsmuni fyrir núverandi hluthafa að verja.  Þeir eru búnir að tapa 75% plús það sem bankinn hefur lækkað á markaði.  Það eru því þeirra hagsmunir að snúa vörn í sókn og því eru 25% skilin eftir.   Margir þessara hluthafa eru t.d. stjórnendur bankans, lífeyrissjóðir og almenningur sem æskilegt væri að næði einhverju til baka af því tapi sem þau hafa orðið fyrir en til þess þarf mikla vinnu við að snúa skútunni við.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 29.9.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Axel nær hugsun þín ekki lengra en spurningu um nokkrar krónur ? Hvað með erlendu skuldir bankans sem nú eru komnar yfir á herðar landans og eru mörg sinnum stærri en upphæðirnar sem þú ert að hafa áhyggjur af ?

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 29.9.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Sigurjón

Ætli Lalli Logsuða fái ekki sínar hundruð milljóna þrátt fyrir allt og stjórnendur bankans í heild sinni líka?

Sigurjón, 29.9.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður, ég sé ekki að þeim gangi betur eða hafi meiri vilja og kraft að verja 25% en 100% áður.

Það kemur ekki í þeirra hlut að verja eitt eða neitt. 75% hluthafi er vart svo vitlaus að láta 25% hluthafa, sem áður klúðraði málum, stjórna sinni fjárfestingu.

Myndir þú gera það?

Hluthafar Glitnis voru búnir að tapa allri sinni fjárfestingu í bankanum, áttu ekkert. Hafa því enga hagsmuni að verja. Með þeim rökum sem þú beitir má segja að fólk sem missir íbúð sína á nauðungaruppboði ætti að fá 25% í henni aftur svo það hafi einhverja hagsmuni að verja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2008 kl. 10:58

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ásgeir, hvernig fóru skuldir bankans á herðar landans? Þær voru færðar á okkur í morgun.  Skrifaðir þú upp á þær? Hefur þjóðin gengist í ábyrgðir fyrir þær? Hefur þjóðin notið arðs af fjárfestingum þeim sem sliguðu bankann?

Sigurjón, tjón þeirra verður lámarkað eins og kostur er.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2008 kl. 11:03

6 identicon

Djöfull er ég sammála þér með dæmið um þann sem missir ofan af sér húsnæðið, hann ætti að fá 25% til baka með sömu rökum og frjálshyggjugræðgisvæðingasinnarnir segja að hluthafar Glitnis ættu að fá 25% af sínum hlut.

Valsól (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:27

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Valsól, takk fyrir innlitið og undirtektir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2008 kl. 11:36

8 Smámynd: Páll Jónsson

Bíddu... heldur einhver að verið sé að hugsa um hagsmuni hluthafa Glitnis? Það er aukaverkun sem okkur getur verið vel eða illa við en tilgangurinn er auðvitað að reyna að verja viðskiptavini bankans fyrir því að hann fari í þrot.

Og að halda því fram að hér sé um einhverja frjálshyggjustefnu að ræða er vitanlega bara brandari, það er verið að þjóðnýta helv. bankann í Seifs bænum! Frjálshyggjumenn stjórnarflokkanna eru örugglega á barmi taugaáfalls yfir því að þurfa að gera þetta...

Það er þó vert að taka fram að skuldir félagsins eru varla komnar yfir á herðar landsins. Bankinn er í hlutafélagaformi og eins og aðrir hluthafar þá ber ríkið einungis ábyrgð á því fé sem það leggur fram.

Páll Jónsson, 29.9.2008 kl. 11:58

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Páll, bíddu líka... Hvernig eru viðskiptavinir bankans varðir með 25% "eign" fyrri eigenda? Hefði bankinn farið í þrot ef ríkið ætti 100% en hefði ekki gefið 25% til baka?

Frjálshyggumenn fá bara taugaáfall yfir einu, það er að þurfa að borga skatta, að þyggja fé frá ríkinu hefur aldrei truflað þá nema í kenningunni, ekki á borði.

Líklegt verður að telja að ríkið þurfi að leggja fram meira fé til að verja sína fjárfestingu og beinlínis til þess ætlast af samhluthöfum ríkisins þótt þeir hafi ekki viljað það sjálfir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2008 kl. 12:18

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ólafur, auðvitað er eðlilegt að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2008 kl. 12:22

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Satt er það Ólafur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2008 kl. 12:57

12 Smámynd: Páll Jónsson

Ég tók enga afstöðu til þess af hverju 25% voru skilin eftir (enda hef ég enga hugmynd um það). Það eina sem ég vildi koma til skila er þessum peningum var dælt inn í bankann til að vernda viðskiptavinina, ekki hluthafana.

Enda eru hluthafar, a.m.k. þeir meðaljónar sem ég þekki, ekki beint sáttir við að verðmæti bréfa þeirri hrapi niður eins og virðist verða afleiðingin af þessu.

Páll Jónsson, 30.9.2008 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.