Að berja í brestina.

 Ríkisstjórnir um alla Evrópu eru að grípa til gagnaðgerða til lausnar aðsteðjandi vanda. Þar róa menn að því öllum árum að koma í veg fyrir að allt fari á versta veg. Þar er öllu til kostað.

Hér á landi þar sem krísan er Evrópumet ef ekki heimsmet, funda menn á vöktum heila helgi til þess eins að komast að því að ekkert sé að. Engin þörf á aðgerðum.

Nýr Davíðssálmur hefur verið sunginn og Davíð fær áfram að stjórna efnahagsmálunum sem fellst aðallega í því að kafa með báðum vaxta krumlunum dýpra í vasa almennings. PampersKingSize

Strúturinn stingur höfðinu í sandinn á ný, ríkisstjórnin hefur gefist upp, búin að gera upp á bak og gerir ekki tilraun til þess að skeina sig.

Þetta á eftir að vekja undrum erlendis og  verður ekki  til að bæta tiltrú á krónunni erlendis eða íslenskum efnahagsmálum almennt.

Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar.
mbl.is Þýskaland samþykkir neyðaráætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.