Geir, tak sæng þína og gakk.

Fundi fjögurra íslenskra ráðherra, fjármálaeftirlitsins og ráðgjafa erlendra banka lauk á þriðja tímanum í nótt.þjóðarskútan

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði unnið væri að aðgerðaáætlun og að yfirlýsingar gæti orðið að vænta með morgninum.  Halló!  Sagði Geir ekki fyrir miðnætti að ekki væri þörf á aðgerðaráætlun.

Þjóðarskútan er strönduð á skeri, búist er við að hún renni af skerinu á hverri stundu og sökkvi. Hvað gerir skipstjórinn? Jú hann kemur kotroskinn út á dekk og tilkynnir að hann ætli í koju!

Fjöldi heimila er komin á heljarþröm og fjöldi fólks festir vart svefn af áhyggjum af afkomu sinni. En landsfaðirinn ætlar sér ekki að missa svefn út af þannig smámunum.

Eru þeir á sama skipi Geir og Björgvin?  Eru menn að reyna að vinna sig inn í eða út úr þessari krísu?

Ekki er að sjá að Geir beri það við að reyna að tala ástandið niður, heldur þvert á móti. Halda mætti að ástandið sé honum ekki eins leitt og hann lætur. Hann allavega rígheldur í sína gömlu aðgerðaleysisáætlun.

Það er ljóst að skipstjóri þjóðarskútunnar er ekki starfi sínu vaxinn. Hann þarf að víkja ásamt sínum ráðgjafa og fela stýrimanninum að taka við.

Best væri að skipta alveg um áhöfn, þessi hefur misst móðinn.

Ástandið er farið að minna óþyrmilega á hina lánlausu  ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar.


mbl.is Fundi lauk á þriðja tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær aðgerðir sem hafa verið ræddar líkjast helst bara öllu því sem þessi ríkisstjórn hefur gert, Ekki verið að leysa vandamálið heldur tefja það eins og mögulegt er. Ég bíð bara eftir því að sjá Auglýsingu á Ebay sem hljóðar á þessa leið : ICELAND FOR SALE to highest bidder. Hugsa að þeir séu að vona að hann bush bíti á agnið og hali okkur aftur í afturendann á sér.

Hallgrímur Þór Axelsson. (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 10:47

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er farið að minna á hund veit ekki hvort hann á að elta á sér skottið til hægri eða vinstri. Nei Hallgrímur landið verður ekki auglýst til sölu, það verður auglýst eftir einhverjum til að hirða hræið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.10.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband