Kongen er död, kongen længe leve!

kongefamilienFyrir dyrum stendur að Danir kjósi um breytingar á erfðalögum  konungsfjölskyldunnar. Það er gert til að  stúlkur, sem eru frumburður  hafi jafnan rétt til ríkiserfða og strákar. Eldri lög gera ráð fyrir að stúlka víki fyrir yngri bróður. Út frá jafnréttissjónarmiðum er þetta þarft mál.

En það er undarlegt að þróað lýðræðisríki, þar sem menntun er á háu stigi, skuli yfir höfuð vera, nú árið 2008, enn að þvælast með miðalda þjóðhöfðingjafyrirkomulag.  Það „meikar ekki sens“ eins og krakkarnir segja.  

Hæfni eða geta erfðaprinsins til að sinna kóngapakkþjóðhöfðingjaembættinu hefur ekkert að segja heldur það eitt að vera sonur mömmu og pabba.

Eðlilegra hefði verið fyrir Dani að kjósa hreinlega um að kasta þessari rándýru „glamur“  rekstrareiningu, sem konungsfjölskyldan vissulega er, á ruslahauga sögunnar.


mbl.is Kosið um erfðir dönsku konungsfjölskyldunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband