Hvaðan koma bestu peningarnir?

Margt bendir til að gjaldeyrisskortur sé að gera vart við sig hjá Seðlabanka. Margir eru að undra sig á af hverju gjaldeyrisskiptasamningar við Norðurlönd hafi ekki verið virkjaðir í ljósi stöðu rúblamála.

Svo kemur þessi furðulega tilkynning frá Seðlabanka í morgun um að frágengið sé lán frá Rússum, sem reyndist síðan full djarflega orðuð.

Það læðist að manni sá grunur að hér sé skipulagður kaldastríðsfarsi á ferð til að hafa áhrif á „vini“ okkar sem áður hafa rétt okkur fingurinn, en það er fyrst núna sem það er upplýst.

Sé það svo þá tryggir þessi framsetning á málinu að fréttin af „Rússagullinu“ fer örugglega þangað sem henni er ætlað að fara. Það hefur aldrei verið fingurinnleyndarmál að viðskipti okkar við Sovétríkin á sínum tíma ollu alla tíð verulegum pirringi vestur í Votatúni.

En líklega fáum við bara fingurinn aftur því kaldastríðinu er lokið og við erum ekki Könum jafn mikilvægir og áður og viðskipti við Rússa pirra því ekki í sama mæli og áður.

Þetta hljómar kannski ótrúlega en kaldastríðinu er ekki enn lokið í Sjálfstæðisflokknum og  kreddur og tortryggni í garð Rússa er með ólíkindum og gamla Rússagrýlan  ríður enn húsum í Valhöll sem aldrei fyrr. Þeir neita að horfast í augu við staðreyndir og því eru kaldastríðsaðferðir_slensk_politik_649342  þeim eðlislægar.

 Aðstoð frá Rússum er í þeirra augum síðasti kostur.  Ef svo ólíklega færi að farsinn bæri tilætlaðan árangur og „vinir okkar“ sæju að sér og byðu okkur lán á næstu dögum, þá er ég ekki í nokkrum vafa að stigið yrði með það sama á útrétta hönd Rússa og snúið frá,  því peningar frá Votatúni  eru jú til muna betri en aðrir.

.

.

  
mbl.is Baksvið: Hvaða „vinir" brugðust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Buðu þeir okkur ekki þyrlur á góðum kjörum, sem voru sko alls ekki nógu góðar fyrir okkur! Gáfum við ekki skít í bílana þeirra um leið og við gátum fengið aðra sem voru flottari. Er okkur kannski ekki við bjargandi?

haha (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Gulli litli

Spurningin er miklu frekar sú hvort þeir hafi ekki gefid skít í okkur um leid og þeir þurftu ekki á Midnesheidi ad halda?

Gulli litli, 7.10.2008 kl. 22:43

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

haha, takk fyrir innlitið. Menn gáfu sér að órannsökuðu máli að Rússneskar þyrlur stæðust þær kröfur sem við gerum! Landhelgisgæslan er búinn  að eiga allmargar þyrlur í gegnum tíðina, sem hafa staðist okkar kröfur, væntanlega, en þær hafa allar endað í jörðinni nema þessi eina sem við eigum núna. Og þetta gerist þrátt fyrir að engin þeirra var Rússnesk smíð.

Ég hef átt rússneskan bíl, Lödu Sport, keypti hana nýja og keyrði hana 280 þús. km. Fyrir utan þetta venjulega viðhald, þá bilaði hún aðeins einu sinni.  Hinir bílarnir mínir, þeir amerísku,  þýsku, frönsku,  ítalski og sá japanski, geta ekki stært sig af því.

Sæll Gulli, ég held það sé öllum ljóst sem það vilja skilja, að það hafi aldrei verið tilgangur Kanana með veru sinni hér, að verja okkur.

Þeir hafa alla tíð gefið skít í okkur, en leyndu því aðeins á meðan þeir þurftu á okkur að halda.

Áratugum saman var atvinnuvá sögð fyrir dyrum á Suðurnesjum, færi herinn. Nú viðurkenna menn hér að brottför hans var það besta sem hent hefur Suðurnesin í atvinnumálum. Áður hugsuðu menn ekki út fyrir fisk og her en núna hafa menn snúið sér að öðru og allt hefur blómstrað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.10.2008 kl. 23:41

4 identicon

Þegar horft er á sögu kanans þá sést strax ađ þeir gera ekkert nema ađ þeir grœđi eitthvađ af því og kemur ekkert á óvart hvernig þeir bregđast viđ núna. Ef viđ ættum olíu auđlyndir væru þeir hér nú og viđ myndum tala ensku međ suđrænum hreim.

Hallgrimur Axelsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 00:07

5 identicon

Þú skrifar "Þegar horft er á sögu kanans þá sést strax ađ þeir gera ekkert nema ađ þeir grœđi eitthvađ af því". ...og þú meinar að rússarnir séu öðruvísi :-)

Hvenær lýkur þroskaskeiði Íslands? Hvenær hættum við að vera svona barnaleg? Heldur virkilega að rússar eða bandaríkjamenn séu vinir okkar? Það eru engir vinir í viðskiptum! Engir! Einu þjóðirna sem komast pínulitið nálægt því eru aðrar norðurlandaþjóðir. Það er einnig þangað sem við eigum að leita. En við verðum þá að haga okkur eins og fullorðið fólk og ekki hlaupa um allt með grasið í skónum og kalla alla sem sjá sér sinn eigin hag í okkur, VINI. Ætlum við að brenna puttana á okkur aftur? Lítum okkur örlítið nær. Þar sem skyldleikin er mestur. Að við verðum alltaf litli bróðir, getum við ekki gert nokkuð skapaðan hlut í. Því það er það sem vi erum. Við verðum ekkert stærri þó við hlaupum sleikjandi á eftir risaveldum sem, USA, Rússlandi eða Kína og köstum skít í stóru bræður okkar.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 05:54

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hallgrímur og Thor, takk fyrir innlitið.

Hallgrímur, þetta er málið, meðan staða landsins var metin hernaðarlega mikilvæg, var það ákveðin "auðlind" sem Kaninn hafði áhuga á.

Thor, Hallgrímur talar bara um Kanana og hvernig þeir koma fram. Ekkert um hvort aðrir séu betri eða verri. Það eru alfarið þínar bollaleggingar sýnist mér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2008 kl. 06:52

7 identicon

Ég sagði ekki að rússar væru betri kostur, sennilega er enginn góður kostur fyrir okkur í þessari stöðu, við verðum bara að meta hver sé skásti kosturinn. En eins og staðan lítur út þá er sjálfstæðisflokkurinn að haga sér eins og kona sem haldið var framhjá, fyrst kaninn vildi ekki koma okkur til bjargar er þá ekki besti kosturinn í stöðunni að ræða við rússa til að gera þá reiða, þetta lítur þannig út allavega.

Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að það virðist vera heitt og notarlegt í kanarassinum og helst ekki mátt líta annað. Persónulegt álit mitt er að allt er þó skárri kostur en að leita til eina löglega hriðjuverkamanninn í heiminum sem er kaninn. Eins og össur gaf til kynna gáfu þeir okkur fingurinn og ég tel að það sé kominn tími til að við tökum þýskaland okkur til fyrirmyndar og gerum það sama.

Hallgrímur Þór Axelsson. (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband