Konur eða karlar?

Kona var ráðin bankastjóri Nýja Landsbankans og nú berast fregnir af því að kona verði bankastjóri "Nýja" Glitnis. Það er gleðilegt ef þetta er rétt.

Það er mikið af kraftmiklum og vel hæfum konum innan bankakerfisins. En konu á auðvitað ekki að ráða af því að hún er kona, frekar en karl af því að hann er karl. Hæfileikar og geta hljóta að ráða.

Ég efast ekki um að þær eru báðar vel hæfar og eiga eftir að skila góðu verki. En voru þær eingöngu ráðnar af faglegum forsendum en ekki af því að þær eru konur?  

Það liggur fyrir samkvæmt yfirlýsingum viðskiptaráðherra að laun bankastjóra myndu lækka, ofurlaun heyrðu sögunni til. Mig grunar að einmitt þess vegna séu  konur ráðnar.

Mönnum kann að þykja eðlilegra og skárra að bjóða konum,  frekar en körlum upp á þau býtti að vinna á lægri launum en forverar þeirra.

Skömm ef svo er. 


mbl.is Birna verður væntanlega bankastjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þær fái sérútbúna forstjórabíla frá íran??

Hallgrímur Þór Axelsson. (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 18:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það væri auðvitað tilvalið er nú verður ekkert bruðlað, fyrstu vikuna allavega. Ætli verði ekki slegið undir þær hjólaskautum og regnhlíf, svona fyrsta kastið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.10.2008 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband