Seðlabankinn hefur loks gáð til veðurs.

Flestir reiknuðu með að stýrivextir færu niður í 6 til 8%, en því er ekki að heilsa, lækkunin nemur aðeins 3,5%. Niðurstaðan er 12%.

En svo einkennilega sem það hljómar sjá þeir Seðlabankamenn enn válind veður og þensluhvetjandi storma fyrir dyrum þótt algert logn sé „skollið á“ í Íslensku efnahagslífi.  Ætli þeir í bankanum bíði eftir að vindurinn blási „afturábak“?

Hvaða hagsmunagæsla ræður ríkjum í Svörtuloftum er ekki alveg ljóst en svo mikið er víst að ekki eru það hagsmunir þjóðarinnar eins og ætla mætti að væri þeirra helsta hlutverk.


mbl.is Stýrivextir lækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband