Öfugt launaskrið?

Hvor gerði mistök í samningum um laun bankastjóra Kaupþings,  Finnur Sveinbjörnsson verðandi bankastjóri eða  Finnur Sveinbjörnsson formaður skilanefndar bankans?

peningar_utum_gluggannEn hvað um það nú hefur Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri óskað eftir því að laun hans verði lækkuð um 200.000 til samræmis við laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra nýs Glitnis sem eru 1.750.000. Gott mál í sjálfu sér en samt of há laun.

Ekki kemur á óvart að laun hennar skildu óvart vera lægri, enda er hún kona en Finnur ekki, eftir því sem best er vitað.

Sumir segja að laun bankastjóra Kaupþings ættu að vera lægri en kollega hans í Glitni, þar sem Glitnir er stærri banki í dag.

Upplýsingar um laun Elínar Sigfúsdóttur, bankastjóra nýja Landsbankans hafa ekki verið birtar. Hvað gera menn ef í ljós kemur að laun hennar eru enn lægri en kollega hennar þátt fyrir að hún stjórni stærsta bankanum. Munu þau þá bæði sem hærra eru launuð óska eftir niðurfærslu?

Fari svo er ljóst að hafið á Íslandi nýtt og að sönnu merkilegt launakapphlaup, niður á við. 


mbl.is Bað um launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband