Hvað eru forystumenn VR að hugsa?

Er ég að skilja það rétt að formaður VR taki vel í að launafólk taki á sig beina launalækkun í kreppunni?

Lækkað starfshlutfall er allt annar hlutur. Kröfu um beina lækkun launa verður að mæta af hörku.

Er VR búið að gera einhvern óopinberan samning við atvinnurekendur á bak félagsmönnum sínum?

Eða hvernig ber að skilja orð Gunnars Páls Pálssonar  formanns  VR að á móti 10% launalækkun fái launafólk 2 aukafrídaga í mánuði sem vinnuveitandi ræður hvenær eru teknir?

Við höllumst að því að þetta geti verið góð leið í stöðunni,“ segir Gunnar Páll Pálsson ennfremur.

Ekki vildi ég hafa þennan mann í forsvari fyrir mig.


mbl.is Bjóða lægra starfshlutfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað eru íslendingar að hugsa finnst mér nær að spyrja. ætla íslendingar að láta bjóða sér þetta????? Vextir í botn, launalækkanir en ekki er eitt einu orði í það að þeir sem eru með hæstu launin hér á landi lækki launin sín eða þá að þingmenn breyti lúxuslifeyrismálin sín. NEI þeir hafa alltaf komist upp með að níðast á verkamannastéttina svo ahverju ættu þeir að hætta því. Davið er bara að segja brandara á meðan hann er að flýtja fréttir sem eiga eftir að setja margar fjölskyldur á hausin og fyrirtækji. Mér er spurn hvað hafa íslendingar gert Davið til þess að verðskulda það sem hann er að gera og það sést langar leiðir að honum leiðist það ekki. Geir forsætisráðherra er svo upptekin að sýna sig fyrir erlenda fréttamenn að hann á bara hroka og dónaskap eftir handa innlendum fréttamönnum. Hvernig væri að segja stopp og ekki lengra annaðhvort takið þig þá ábyrgð sem ykkur ber eða við förum bara öll!!!! Geir og davið geta þá verið hérna eftir og haldið áfram að spila monopoly og borgað ránsvexti.

Hvað þarf til þess að íslendingar standi upp og segji stopp????????

drifa (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 19:35

2 identicon

Fólksflóttinn frá landinu er nánast óumflýjanlegur meðan seðlabankastjórn nýðast á fyrirtækinn og einstaklinga.Verðum við látnir greiða Icesave innistæðu Breta ? Gæti hugsanlega verið að Íslendingar verði látnir greiða meira heldur enn 50% í skatt ? Ætlar Íslenskur almenningur að sættast við þetta eða bara einfaldlega gera bara uppreisn og flýja land og þessa ofurskatta ? Hvað seygja seðlabankastjórn og ríkistjórn þessa lands þá ?

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:28

3 identicon

Þið verðið nú að hugsa þetta í aðeins breiðara samhengi.

fyrirtækin eru að bjóða þetta til að þurfa ekki að segja upp mannskap.

fyrir mig persónulega þá finnst mér betra að fá smá launalækkun tímabundið frekar en að missa vinnuna í dag í þessu árferði sem er.

Stefán (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Nostradamus

já það er allt í lagi að allir taka sig saman og reyna að bjarga landinu en það virðist vera sem að það eigi bara að vera þeir lægst launuðu sem eiga að lækka kjör sín því vextir eru hækkaðir til að vernda þá sem eiga mest!!!!!! hvað er sanngjarnt við það?????

Nostradamus, 29.10.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband