Uss, höfum hljótt, ekki styggja Breta meðan þeir sparka í okkur liggjandi.

ólafur raganarÞað er frábært ef einhver stendur upp og segir það sem segja þarf. Ekki gerir ríkisstjórnin það svo mikið er víst, þar er þess gætt umfram allt annað að styggja ekki  vini okkar Breta.

Eiríkur Bergmann Einarsson dósent hefur bent á að með beitingu hryðjuverkalaganna hafi Bretar í raun tekið yfir skuldbindingar Landsbankans í Bretlandi. Ríkisstjórn Íslenska lýðveldisins kýs að horfa algerlega framhjá þessari ábendingu. Hvers vegna?

Utanríkisráðherrann er liðónýtur, Ingibjörg kýs að kasta stefnu Samfylkingarinnar í Ingibjörg og Íslandutanríkismálum og reka  í staðin utanríkisstefnu Sjálfstæðisflokksins. Í ríkisstjórnum með Sjálfstæðisflokknum þar sem  utanríkisráðherra hefur komið úr öðrum flokkum, hefur það orðið hlutskipti  hans að reka utanríkisstjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins!

Steingrímur Hermannson er, held ég, eina undantekningin frá þessu í seinni tíð. Enda leið vart sá dagur að ekki væru stríðsletursfyrirsagnir í Mogganum um embættisfærslur hans og lítinn áhuga hans að sleikja þá rassa, sem sleikja átti.

Þetta er skiljanlegt, því eins og allir vita þá hafa Sjálfstæðismenn einir vit á utanríkismálum rétt eins og fjármálum, sem glöggt má sjá eftir 17 ára samfelda fjármálastjórn þeirra.  Þeir hafa vitað allra manna best hvaða ríki eru vinir okkar og hverjir ekki, enda hafa þeir einir nef fyrir slíku, eins og glöggt má sjá þessa dagana.

Það er ekki rismikið af Svíum og Dönum að skjóta sér á bakvið IMF og standa ekki  við löngugerðan samning Seðlabanka landana við Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisskipti og IMF algerlega óviðkomandi.

Þrjú lönd Færeyjar, Noregur og Pólland hafa ekki látið aðra segja sér fyrir verkum og rétt okkur hjálparhönd. Því gleymum við aldrei.

Það er heldur ekki ástæða að gleyma því hverjir reyna hvað þeir geta að knésetja okkur. Í raun hafa Bretar og Hollendingar, og Bretar ekki hvað síst með hryðjuverkalögunum, sett á okkur viðskiptabann og okkur eru flestar bjargir bannaðar. En Bretar passa uppá að glufa sé opin svo við getum selt þeim fisk, sem þeir sárlega þurfa. Og við sendum þeim fiskinn auðmjúkir eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Undarlegt það.

.

 

Burt með spillingarlið allra flokka....... enga Breta hingað til landvarna í desember, aldrei.

 


mbl.is Mikið fjallað um ummæli forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Iceland is right ! It is just the rest of the world that is wrong...Oh dear !

zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

Fair Play (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:40

2 identicon

Ekki gleyma að það er hægt að þvinga okkur til hvers sem er.

Þó við séum sjálfstæð þjóð þá erum við háð öllum í kringum okkur. Þetta sem er að gerast í samfélaginu núna er góð áminning um það hversu lítilsmegnug við erum gagnvart öðrum löndum.

Þess vegna er ekki gott að missa vitleysu út úr sér, því öllum okkar orðum er hægt að nota gegn okkur.

Auðvitað eigum við ekki að þegja heldur, en við verðum fyrst og fremst að verða reið vegna innanlands skipulagi til þess að skapa í það minnsta ögn af trúverðugleika gagnvart landinu, við höfum ekki neitt upp úr því að rífast og skammast í erlendum þjóðum.

Forsetinn hefði frekar átt að beita sér gagnvart Ríkisstjórn og Seðlabanka Íslands.

Flakkarinn (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:35

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þú ferð á kostum. Þetta er þar að auki hárétt hjá þér alltsaman!

Jón Halldór Guðmundsson, 13.11.2008 kl. 00:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fair play, góð hugmynd hjá þér að leggjast til svefns.

Flakkari, við eigum ekki að láta þvinga okkur til eins né neins ef það er í okkar valdi að gera eitthvað í málinu. Við höfum ekkert upp úr því að erlendis heyrist ekkert frá okkur, meðan Bretar og Hollendingar hafa frítt spil.

Björn, ef Músin finnur til þegar ljónið trampar á skottinu á henni er eðlilegt að hún reki upp viðeigandi öskur og bíti í ljónið.

Jón takk fyrir undirtektir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.11.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband