Dýrasti drullupollur heims

blái drullupollurinn2800 kr. fyrir að dýfa tánum í heitan drullupoll er ekkert annað en rán. Öll þekkjum við brúnu pollana á götunum, þeir fá lit sinn úr þeim efnum sem vatnið hefur „drukkið“ í sig á leið sinni um yfirborð jarðar.

Sama hefur átt sér stað með vatnið í „Bláa lóninu“ það hefur drukkið í sig sömu efnin og drullupollarnir á leið sinni um iður jarðar, aðeins liturinn er annar.

Þeir sem fara ofan í þennan „drullupoll með glöðu geði og borga fyrir það sundlaug2800 kr. eiga ekkert betra skilið en að láta ræna sig.

Gjald í sundlaugarnar er um  350 kr. þar er vatnið skínandi hreint.

Bláa lónið er sennilega heimsins besta markaðssetning á drullu.

.

  
mbl.is Miðast við 20 evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held þú sjáir þetta ekki í réttu ljósi.  Þessi drullupollur er ekki fyrir þig, íslendingurinn þinn, hann er fyrir ferðamenn.  Það á að ræna hverri einustu evru og dollar af þessum kjánum sem álpast til að fljúga hingað.

Jóhann (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 09:40

2 identicon

ÞIÐ ERUÐ DRULLUSOKKAR AÐ TALA SVONA. ÞIÐ VITIÐ EKKERT HVAÐ ÞIÐ ERUÐ AÐ TALA UM, BLAA LÓNIÐ ER EINN ÞEKKTSTAÐI FERÐAMANNASTAÐUR Á ISLANDI OG HEFUR UNNIÐ TILÞESS MEÐ MIKILLI VINNU OG KYNNINGU.

EF FERÐAMENN ERU TILBÚNIR AÐ BORGA ÞETTA VERÐ ER ALLT Í FÍNA, REYNDAR ER ÞETTA ÓDÝRT MIÐAÐ VIÐ MARGA SAMBÆRILEGA STAÐI Í HEIMINUM.

KYNNIÐ YKKUR MÁLIÐ ÁÐUR EN ÞIÐ DRULLIÐ YFIR DUGLEGT FÓLK

andri (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 09:46

3 identicon

Sammála upphafsmanni. Og ég sé ekki að verið sé að drulla yfir eitthvern með tví að benda réttilega á að tetta er dýrasti drullupollur í heimi!

óli (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 10:00

4 identicon

Ekkert að því að láta einn miða kosta 2.800 en þá ætti líka að bjóðast árskort á ca. 5.000(kannski 10.000), þeim ætti ekkert að muna um það þar sem útlendingarnir halda jú rekstrinum upp skv. þeim.

karl (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 10:02

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhann, það er hverju orði sannara að þessi drullupollur er ekki fyrir mig, ég kýs að lauga mig í hreinu vatni. En eigi að síður er ótrúlegur fjöldi íslendinga sem sækir í þessa for, vælir undan verðinu, en lætur sig hafa það af því að það  þykir fínt.

andri, þá fyrst yrði ég drullusokkur eftir að hafa legið í þessari drullu. Ég hæli markaðssetningunni, enda ekki annað hægt þegar fólki er seld Íslensk drulla á uppsprengdu verði.

óli, takk fyrir undirteknir.

karl, ef einhver vill borga milljón fyrir að velta sér upp úr forinni þá er það fínt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.11.2008 kl. 11:04

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er sorglegt. Það er einnig sorglegt að forráðamenn Bláa Lónsins séu svo skammsýnir að nýta sér ekki þá möguleika sem felast í því að geta loksins boðið samkeppnishæft verð vegna hagstæðs gengis krónunnar. Núna eru þeir búnir að verðleggja það sem er EKKI er háð innfluttum aðföngum útaf landakorti samkeppninnar. Einungs vegna fávisku og skammsýni. 20 evrur er rán. Það tekur sæmilega vel launaðann mann frá Evrópu ca. tvær klukkustundir að vinna fyrir einum aðgöngumiða að Bláa Lóninu, eftir skatt, og heilann dag ef um fjölskyldu er að ræða. Og þeir munu vissulega ALDREI koma aftur.

Þetta minnir óneitanlega á einokunarstarfsemi, skattheimtu eða ÁTVR.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.11.2008 kl. 11:53

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þessutan hélt ég að Íslenska Þjóðin ætti einnig að geta komist í böð þarna.

Gunnar Rögnvaldsson, 15.11.2008 kl. 11:59

8 Smámynd: Björn Finnbogason

Gætu tekið Tivoli í Kaupmannahöfn sér til fyrirmyndar í árskortasölu;-D

Það er hinsvegar deginum ljósara að þessi drullupollur er dýrasti drullupollur í heimi hvað sem hver segir.  Vinsælasti og þekktasti ferðamannastaður landsins engu að síður.  

Björn Finnbogason, 15.11.2008 kl. 14:25

9 identicon

Vil benda ykkur á að ég hef farið á yfir 30 spa staði í Evrópu - á þá kostar lágmark 20 Eur.  Fór á tvo núna í vor í Tenerife og á þá kostaði 27 Eur og 33 Eur.  Það er því nokkuð ljóst að það er langt í það að Bláa Lónið verði dýrasti spa staður í heimi - mjög langt.  

Mér finnst síðan ekki viðeigandi að kalla þetta drullupott því ef þið kynnið ykkur rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessum stað þá myndu þið átta ykkur á fáfræði ykkar.  Þarna er rekin t.d. lækningalind fyrir psoriasis sjúklinga sem koma víða að úr heiminum og er viðurkennd lækningameðferð.

Einnig vil ég benda ykkur á að árskortið á staðinn er ódrýrara en í flestar sundlaugar og mér skilst að ný stefna hjá þeim sé að bjóða íslendingum meira 2/1 eða 50% afslátt í framtíðinni.  Sést að um síðustu helgi var svoleiðis miði í Fréttablaðinu sem ég nýtti mér og mér var boðið að halda miðanum og nýta hann aftur - sem ég mun gera.

Einnig er fáviska að bera þetta saman við verð í sundlaugar því ef þið kynnið ykkur þau mál þá borgið þið í sund þó að þið mynduð aldrei fara - þið borgið það með sköttum.  Sundlaugar á Íslandi eru niðurgreiddar og það ekkert lítið.

Mér finnst í fínu lagi að reynt sé að ná aðeins meiri gjaldeyri af ferðamönnum og þá sérstaklega meðan Íslendingar hafa möguleika að fá 50% afslátt.  Þekkist víða um heim að ferðamönnum og heimamönnum sé mismunað.

kveðja, Guðbjörg

Guðbjörg (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.