Góður fundur í Háskólabíó

Magnaður borgarafundur í Háskólabíó, góðar framsögur fluttar fyrir troðfullu húsi út í dyr. Margrét Pétursdóttir verkakona átti ræðu kvöldsins, magnaða, málefnalega og  kraftmikla ræðu, flutta af tilfinningu og þunga.  Með betri ræðum sem ég hef heyrt.

 8 ráðherrar af 12 og þokkalegur fjöldi þingmanna mættu á fundinn. Svör ráðherra voru frekar rýr í roðinu og loðin. Þorgerður Katrín flutti aftur 3ja vikna gamla þulu sína að allt yrði að vera upp á borðinu, með vísan til aðkomu þeirra hjóna að Kaupþings foraðinu. Ef hugur fylgir máli hvað þarftu að stokka spilin þín lengi áður en þú leggur þau á borðið Þorgerður?

  
mbl.is Við verðum að fá að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glitnis foraðinu? Var maðurinn hennar ekki hjá Kaupþingi?

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jú mikið rétt, Kaupþing átti það að vera, takk fyrir ábendinguna Þórður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.11.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband