Taka tuttugu

 

ragnhildur S JónsSkemmtiþáttur Ragnheiðar S. Jónsdóttur, Gott kvöld, hefur allt til að bera sem góður þáttur af þessari gerð þarf að hafa, þó er hann dæmdur til að mistakast.

Ástæðan er einföld, þetta er sama formúlan og notuð var af RUV í þættinum  „Á tali hjá Hemma Gunn“ á síðustu öld og hefur verið í notkun óslitið síðan, aðeins undir breyttum formerkjum, nýju nafni og nýjum gestgjafa.

„Gott kvöld“ er einfaldlega „taka tuttugu“ af sama þættinum. 

Viðmælendur þessa þátta eru alltaf þeir sömu, fólk úr skemmtanabransanum eða pólitíkinni, fólk sem búið er að segja sína söguhemmi gunn oftar í svona þáttum en tölu verðu á komið.

Þótt vel sé til þáttar Ragnheiðar vandað, umbúnaður og sviðsmynd hin glæsilegasta svo ekki sé talað um stórglæsilegan þáttastjórnandann, þá nær þátturinn ekki að yfirstíga þá staðreynd að formúlan er orðin þreytt,  þvæld og úr sér gengin.

.


mbl.is Ört minnkandi áhorf á Gott kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er reyndar ekki alveg rétt varðandi samanburðinn á formúlunni því að í þáttinn hjá Hemma Gunn komu ALLIR til greina sem gestir en hjá Ragnheiði er það BARA tónlistarmenn sem hafa verið aðalgestir þáttarins og svo vinir þeirra. Nú eru músíkantar hið ágætasta fólk og oft bráðskemmtilegt en þessi formúla þar sem þeir einir mæta og taka svo lagið með félögunum hefur fljótt orðið þreytt. Einnig er sviðsmyndin afar sérstök þar sem gestir þurfa að snúa sig úr hálsliðnum til að horfa á miðsviðið og skens-komment tónlistarstjórans týnast í skegginu hjá honum með tilheyrandi óskiljanlegu muldri. Þá er spjallið alltof æft þar sem Ragnheiður hefur útlistað fyrir þáttinn allar gamansögur sem á að ræða um og fyrir vikið er fátt "spontant" og hið óvænta þaulæft. Þættinum er ofaukið og ætti að mæta afgangi í niðurskurðinum hjá RÚV. Morgunleikfimin og Gestur Einar ættu frekar að vera áfram!

Magnús (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Magnús og Gunnar takk fyrir innlitið og ykkar innlegg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.12.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.