Ósmekkleg lágkúra

neiOpið bréf  Femínistafélags Íslands til dómsmálaráðherra og dómara getur í bestafalli talist  ósmekklegt og lágkúrulegt og ekki sæmandi félagsskap sem vill láta taka sig alvarlega. Ég verð að játa að mér hefur oft fundist skorta á það hjá félaginu.

Ég hef oft gagnrýnt dóma í nauðgunarmálum, sem mér hafa þótt almennt of vægir. Það er brýnt að halda stjórnvöldum við efnið, því þetta eru að sönnu grafalvarleg mál.

Auðvitað segjum við nei við nauðgunum en það er ekki sama hvernig á er haldið, þetta er klárlega ekki leiðin til lausnar. 


mbl.is „Ég vona að þér verði aldrei nauðgað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Femistafélagið er svona "Saving Iceland" útgáfan af jafnréttissamtökum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 17:49

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hehe, hefði ekki geta orðað það betur Gunnar.

Var svolítið gróft, fannst mér.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.12.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2008 kl. 12:02

4 identicon

 Er þetta ekki sameiginlegt baraáttumál allra að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi? Af hverju má ekki nota mismunandi aðferðir til að koma því á framfæri. Af hverju takið þið því svona illa?

Ég vona innilega að þér verði aldrei nauðgað. Og ég vona hjartanlega að engin þér nákomin verði fyrir þeirri hryllilegu reynslu. Frekar en að snúast gegn fólki í reiði væri ekki úr vegi að þú stoppaðir aðeins og bæðir líka fyrir þínu fólki og vonaðir að engin þyrfti að verða fyrir kynferðisofbeldi, ekki litlit strákar og ekki litlar stelpur og ekki unglingar, strákar eða stelpur og ekki konur og ekki menn. Að við vinnum saman til að koma í veg fyrir nauðganir og kynferðisofbeldi. Og að við gerum það í kærleika. Saman.

Gústa (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 23:23

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gústa, auðvitað er það sameiginlegt markmið allra, eða ætti hið minnsta að vera það, að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi, það er ekki spurningin. Margar eru leiðirnar að markmiðinu og menn misjafnlega sammála um ágæti þeirra. Ég er t.d. ekki sáttur við þessa aðferð þótt hún sé sögð stefna að sama markmiði og ég, því ég óttast að hún beri í besta falli engan árangur.

Víða út í heimi er fólk að berjast fyrir réttindum sínum, mannréttindum, sjálfstæði, trúmálum o.s.f.v. Flestir kjósa að gera það friðsamlega en einstaka hópar kjósa að gera það með ofbeldi, hótunum og jafnvel morðum á saklausu fólki af því þeir telja það réttu og fljótvirkustu leiðina. En er hún það?

Mahatma Gandhi og "óvirkri andstöðu" hans er fyrst og fremst þakkað sjálfstæði Indlands. Margir vildu beita harðari og "áhrifaríkari" aðferðum á Bretana, en Gandhi hafði sitt fram og það er mjög samhljóma álit  fræðimanna að fyrir vikið hafi sjálfstæðið fengist mun fyrr en ella.

Svo má nefna Nelson Mandela og Martin L. King sem beittu svipuðum aðferðum og Gandhi. Enginn dirfist í dag að segja að aðrar og harðari aðgerðir hefðu skilað meiri árangri en þeir gerðu. Það var leiðin sem þeir völdu að markinu sem skipar þeim þann sess sem þeir hafa sem 3 merkustu menn síðari tíma. Ofbeldi hefði ekki skilað þeim þangað. 

Þetta er auðvitað ýkt samlíking við íslenskan veruleika en sýnir að það er ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir eða framkvæmdir þótt allir stefni að sama markmiðinu.

Þótt ég hafi ekki ástæðu til að efast um óskir þínar í minn garð og minna séu settar fram af heilum hug þá gerir framsetningin það að verkum að þær fara ekki vel í mig. Ástæðan er sú tilfinning að þrátt fyrir yfirlýstan velvilja í minn garð, þá sé skrifað á milli línana að hið gagnstæða væri mér rétt mátulegt yrði ég ekki góður strákur.

Ég er örugglega ekki einn um þann skilning.

Ég tek heilshugar undir það að við verðum að vinna saman í kærleika að markmiðinu, ekki með duldum hótunum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.12.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband