„I‘ll be Back“

Sá Davíð sem fram kemur í þessu viðtali er ekki þessi landsföðurlegi algóði Davíð sem haldið var að þjóðinni  til að „skapa rétta ímynd“ af honum. Nei hér er Davíð loks mættur í eigin persónu, hér er Davíð mættur grímulaus, sá Davíð sem passað var upp á að ekki sæist opinberlega.  Sá Davíð sem  vanist hefur því að fá sitt fram, með hótunum ef ekki vill betur.

Tala þeir svona sem bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti, umfram allt annað?

Nú tilkynnir Davíð að verði honum vikið frá Seðlabankanum þá snúi hann aftur í pólitík. Þvílík hótun því samkvæmt skoðanakönnun Fbl. í nóvember þá segjast 4,7 prósent  myndu styðja Davíð í sérframboði,  7,8 prósent sögðust myndu styðja Sjálfstæðisflokkinn ef hann væri leiddur af Davíð. Afstöðu tóku rúmlega 95%.

Samkvæmt þessu mun Davíð ekki hafa neitt bakland og enginn veit það betur en hann. En hann veit, að þeir sem nú eru sagðir „stjórna“  Sjálfstæðisflokknum og alist hafa upp við hans stjórnunarhætti, ægivald og hótanir munu hlusta, nauðugir viljugir og lúta þrælsóttanum. 

Besti leikur Geirs í stöðunni væri að segja einfaldlega...... já Davíð að koma aftur,  fínt, látum hann fara í sérframboð og sprikla með Hannes á bakinu, það vill þá enginn, þetta mun aðeins styrkja mig og auka fylgi Sjálfstæðisflokksins.

En þetta gerir Geir ekki, kjarkinn skortir.

Að fá Davíð aftur í pólitíkina grímulaust er kannski eina raunhæfa leið Geirs að losna við Davíð bæði úr bankanum og pólitík.

En þjóðin veit hvað hún vill og því er henni það hvað brýnast að fá úr því skorið hvor þeirra sé formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð eða Geir.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband