Níðingsverk

LandnemabyggdirÍsraelar eru að fremja níðingsverk, að venju og í umboði Bandaríkjanna og fleiri þjóða. Ekki ætla ég að verja svokallaðar eldflaugaárásir Hamas á Ísrael en þær eru sem saklaust steinkast samanborið við hernaðaraðgerðir Ísraela.

Í fréttaflutningi á vesturlöndum hallar ætíð á Palestínumenn. Morðárásir Ísraela eru kallaðar lögregluaðgerðir og Palestínumenn sem eru myrtir í slíkum árásum eru sagðir hafa verið teknir af lífi en samsvarandi aðgerðir Palestínu gegn Ísralel eru kölluð hryðjuverk og morð.

Ísraelar fá átölulítið að slá eign sinni á meira og meira af Palestínsku landi undir gyðingabyggðir. Þætti ekki gott ef því væri öfugt farið.

Hér á Íslandi hafa Sjálfstæðismenn ætlað vitlausir að verða 1947ef utanríkisráðherra Íslands hefur séð ástæðu til að láta í ljós vandlætingu á framferði  Ísraela.

Hvnær ætlar heimsbyggðin að taka sig saman í andlitinu og hætta að láta Palestínumenn borga fyrir samviskubit hennar yfir helför gyðinga?

Myndirnar sýna Ísrael 1947 eins og Sameinuðuþjóðirnar úthlutuðu þeim og svo landnemabyggðir Ísraela á landi Palestínu.

Smellið á myndirnar til að stækka.


mbl.is 195 látnir, yfir 300 særðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel.

Ísraelsmenn eru "andskotans útvalda þjóð"

því hef ég alltaf haldið fram,...líka meðan ég var flokksbundinn Sjálfstæðismaður.

Verst ef andskotinn er ekki til , frekar en Drottinn.

Það eru þó margfalt fleiri sannanir fyrir tilvist andskotans, en himnaföðursins svokallaða.

Góðar kveðjur til þín og þinna,

Kári Lár.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 17:55

2 identicon

Sæll Axel.

Alltaf gaman að lesa blogg eftir ekta Skagstrendinga, það er eitthvað einstaklega gott að geta talist til þeirra.

Mér hefur oft verið hugsað til alls þess hryllings er við látum ganga yfir aðrar þjóðir, og að jafnvel þá drullusokka er fóru með "Íslensku samþykki " í stíð með hræsnisþjóðinni Bandaríkjunum.

Getur verið að ásæða þess að engin telur þörf að hjálpa þessum þjóðum sé sú að þar séu ekki nægar auðlindir til að ásækjast.

Yfirlýsingar míns gamla bekkjabróðurs Kára eru ansi sterkar. Ég man að hann var ekki þannig er hann var með mér í bekk, en allir hafa rétt á sínum skoðunum.

Vertu sæll og kær kveðja til þinna.

Rúnar Hart.

Kristinn Rúnar Hartmannsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 18:34

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Kári og gleðileg jólin.

Við erum skoðanabræður í þessu máli.

Bestu kveðjur til ykkar Kristínar frá skagaströnd.

Sæll Rúnar gleðileg jólin, gaman að sjá þig hér inni. Ef einhverja auðlindir væru á landi Palestínu væru Ísraelar löngu búnir að þurrka það land af kortinu. En þeir gera það hægt og rólega eins og krabbamein sem smá saman yfirtekur sjúklinginn.

Bestu kveðjur,

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.12.2008 kl. 22:42

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Það eru ekki bara Sjálfstæðismenn sem fylgja fyrirmælum BNA og Evrópusambandsins um undirlægni undir Zíonista hvort sem þeir eru í Ísrael eða BNA. 

Sjónvarpsstöðin OMEGA er með 24klst áróður yfir jólavertíðina gegn flestum trúarbrögðum heims að undanskildum Kristindómi og Gyðingdómi sem er sérstaklega lofaður.  Búddismi, Íslam, Hindú o.s.frv. fá slíka útreið, að ef svona væri talað um kynflokka, kynþætti, litarhátt, kynhneygð, kyn o.s.frv., þá væri löngu búið að loka stöðinni og þeir sem ábyrgir eru komnir undir lás og slá.  Ég hélt að þetta væri ekki bara bannað samkvæmt lögum, heldur og samkvæmt stjórnarskránni.

Axel Jóhann;  Prófaðu að kveikja á rásinni ef þú nærð henni á Skagaströnd og reyndu að sitja undir þessu í um klukkutíma.  MUNDU! Hafðu með þér ælupoka. Stóran!  Ef þú hinsvegar nærð ekki OMEGA sjónvarpsstöðinni, þá ert þú lukkunnar pamfíll.

Gleðilega Jólahátíð!   Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 28.12.2008 kl. 20:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól, Axel minn Jóhann! Þau eru bara rétt að byrja!

Þorsteinn Briem, 28.12.2008 kl. 20:50

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Sigurbjörn og gleðileg jólin.  Ég hef kíkt nokkuð á Omega, svona til að styrkja mig í trúnni að með þessu liði eigi maður ekki samleið. Mér finnst ekki fara mikið fyrir náungakærleika, fyrirgefningunni og manngæsku, en eigingirni, fordómar og fégræðgi eru alsráðandi.

Maður fær æluna upp í háls þegar Ólafur Jóhannsson fer að lofasyngja Ísrael. Í hans augum eru Palestínu menn Satans lýður sem ekki á rétt á því að anda að sér sama lofti og Drottins dýrðarinnar útvalda þjóð. Það fer lítið fyrir frelsarans boðskap í hans máli.

Ég næ ekki Omega hér á Skagaströnd, næ henni í Grindavíkþar sem ég bý að öllu jöfnu. Myndi ekki vilja spilla jólunum með því að opna fyrir þennan viðbjóð.

Hallelúja

Steini Briem takk fyrir innlitið og sömu leiðis.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.12.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband