Hvar er Ingibjörg, sú sem fór mikinn fyrir kosningar?

Ríkisstjórnir Svíþjóðar og Noregs hafa fordæmt framgöngu Ísraels á Gaza.

Hver er afstaða Íslands?  Er hún fólgin í símaávísun upp á örfáa dollara? Er frú utanríkisráðherra liðleskja? Hvað varð af utanríkisstefnu Samfylkingarinnar?

Fer Samfylkingin bara með utanríkisráðuneytið til málamynda, ræður stefna Sjálfstæðisflokksins þar alfarið ríkjum?

Utanríkisstefna Sjálfstæðisflokksins er eins og allir vita rekin í gegnum faxtæki  Hvíta hússins og því er ljóst að fyrr frýs í helvíti en að þeir samþykki eitthvað sem styggir Ísrael.

Ertu liðleskja frú utanríkisráðherra? Ertu uppá punt? Hvar er Ingibjörg fyrir kosningar? Enginn vill þessa Ingibjörgu eftir kosningar.

Nú þarf Samfylkingin að taka á honum stóra sínum og leiðrétta stefnuna áður en illa fer.

Þolinmæði grasrótar Samfylkingarinnar er á þrotum.

 
mbl.is Framganga Ísraels fordæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já er það furða að þú spyrjir, "hvar er Ingibjörg"

En ég hélt að þú vissir það að Ingibjörg er alls ekkert af þessari þjóð !

Hún er í algerri afneitun á sjálfa sig og svo upphafinn af yfirlæti og hroka að hún telur sig ekkert vara af þessari þjóð !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:02

2 identicon

Tími til komin að slíta stjórnmálasambandi við ISG!!!

Jón (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.