Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Eldri færslur
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
"Íslendingar og aðrir landsmenn"!
14.1.2009 | 17:22
Fjöldi fólks sem er af erlendu bergi brotið býr í leiguherbergjum á efri hæð..... .
Af hverju tönglast fréttamenn í tíma og ótíma á uppruna fólks, sem tengist viðkomandi frétt, ef það er af erlendu bergi brotið?
Í þessu máli hefur uppruni fólksins ekkert með þann sorglega atburð að gera, sem þarna átti sér stað.
Af hverju er ekki sagt í fréttum frá uppruna annarra Íslendinga? Myndi fréttin hafa byrjað svona; Fólk sem ættað er frá Skagaströnd og býr á efri hæð...., ef fólkið hefði verið ættað frá Skagaströnd eða einhverjum öðrum stað út á landi?
Fréttamenn hættið að draga okkur Íslendinga í dilka eftir uppruna okkar!
Kveikti í húsi eiginkonunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Mínir tenglar
- MYNDAALBÚM Ljósmyndir síðuhafa
- Skagaströnd Heimasíða Sveitarfélagsins Skagaströnd
- Húnahornið Fréttavefur Húnvetninga
- LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR
Heimsóknir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1027594
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- axelma
- beggo3
- emilssonw
- snjolfur
- saemi7
- asthildurcesil
- thorsteinnhgunnarsson
- jensgud
- reykur
- joningic
- nafar
- bofs
- olijon
- gthg
- olafurjonsson
- kristjangudmundsson
- mosi
- josefsmari
- hlf
- johanneliasson
- svarthamar
- heidarbaer
- thruman
- ludvikjuliusson
- stefanjul
- axelaxelsson
- svanurg
- viggojorgens
- rlingr
- boggi
- fosterinn
- arikuld
- trj
- kliddi
- kristbjorn20
- ksh
- helgigunnars
- maggib
- prakkarinn
- hecademus
- skari60
- gudjul
- jonsnae
- krissiblo
- aztec
- kristjan9
- gisgis
- komediuleikhusid
- flinston
- muggi69
- gorgeir
- keh
- arnorbld
- gullilitli
- skarfur
- sveinne
- zerogirl
- finni
- kaffi
- taraji
- keli
- gretarmar
- zeriaph
- fun
- seinars
- hordurj
- esgesg
- jonhalldor
- icekeiko
- kjarri
- siggisig
- bjornbondi99
- gullaeinars
- gustichef
- gusg
- raftanna
- himmalingur
- baldher
- minos
- huldumenn
- valli57
Athugasemdir
Þetta er sjúkt að leggja þetta svona fram... kveikir bara fordóma og ekkert annað.
DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:31
Ég er ættaður frá Skagaströnd og bý á efri hæð í Danmörku! Heldur þú að eldur á íslenskum kvekjara sé eins og úr kínverskum? Segi bara svona, þetta er alveg rétt hjá þér hr. Krati frá Skagaströnd......
Gulli litli, 14.1.2009 kl. 17:31
Sammála. Léleg æsifréttamennska. Sorglegt þegar blaðamenn leggjast svona lágt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.1.2009 kl. 17:37
Þegar eitthvað fer úrskeiðis í litlum plássum er oft talað um að hér hafi utanbæjarmenn verið að verki. Ísland er lítið þorp í stórum heimi.
Kveðjur Anna
Anna Svavarsdóttir, 14.1.2009 kl. 17:38
af hverju hefur löggan ekkert vald og þarf að bíða eftir að skaðinn er skeður
gisli hjalmarsson (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:39
Eriði viss um að uppruni folskins se ekki einmitt fréttin?
Nefnilega að lögreglan hefði passað betur uppá ef konan væri íslensk?
Danni (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 18:16
ég sé nú ekkert athugavert við að taka fram hvort um útlendinga sé að ræða. Það hefði hinns vegar mátt taka fram líka að sá sem kveikti í var íslendinur, ef það er málið.
Af hverju finnst ykkur svona slæmt að taka fram að fólk sé erlent. Er það eitthvað neikvætt að vera útlendingur. Gætir alveg eins röflað yfir því að það sé kvenremba að taka fram að það var karlmaður sem barði einhvern niðrí bæ.
Óli (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 18:16
hvernig lítur fólk á Keflvíkinga??.. eintómt fólk í rugli.. lemjandi allt og alla!!..
Nei vildi bara bæta því við.. en mjög svo sammála þér.. það hefur ekkert að segja hvort fólk sé úr Kef, rvk, eða öðrum stað á landinu.. sama gildir um að vera af erlendu bergi brotinn..
Það ætti að gera harðari kröfur á ingöngu í fréttastarf.. eins og gert er í Dk. til dæmis.. þú verður ekki fréttamaður í dk nema að fá hæfilega menntun til þess..
Jói Bjarni, 14.1.2009 kl. 18:17
Takk fyrir innlitið öll og álitsgjöf.
Gulli, ertu að segja mér að Danmörk sé tvær hæðir, ég sem hef alltaf haldið að hún væri bara kjallari og ris.
Anna, gaman að sjá þig hér. Það var löngum hent gaman af fréttum frá löggunni á Blönduósi í gamla daga ef afbrot var framið sem talið var að ætti erindi í fréttir. Ef sá brotlegi var frá Skagaströnd var það skilmerkilega tekið fram. Ef hann var frá Blönduósi hét það "maður úr héraðinu". Orsök þessa var heimskulegur hrepparígur af svipuðum toga og þessi þráhyggja fréttamanna. Ertu enn hjá Ístak?
Danni, ég trúi því að það breyti engu um viðbrögð lögreglunar hvaðan menn eru.
Óli, nei það er ekki neikvætt að vera af erlendum uppruna síður en svo. En þegar það er notað svona í fréttum þá er verið að ýja að því að þar liggi hundurinn grafinn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.1.2009 kl. 19:04
Danni ef það væri staðreyndin, er það ansi alvarleg ásökun á lögreglu.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.1.2009 kl. 19:50
Ég skil bara ekki af hverju það er svona slæmt að tilgreina hvaðan viðkomandi er. Það skiptir svo sem ekki miklu máli hvaðan viðkomandi er, en það skiptir líka engu máli að það var táningsstúlka sem að svaraði... Það er fullt af lýsingum sem eru óþarfar..
Til að hægt sé að sjá vanda er verðugt að fá sem flestar upplýsingar, samkvæmt minni tölfræði(veit ekki hvort fréttamenn elta uppi útlendinga eða ekki) þá eru mjög margar ofbeldisfréttir um útlendinga.. Og er það ekki bara þannig.. Það eru ekki fordómar.. Árekstrar mismunandi menningarheima eru erfiðir og þeir eru að gerast hér á landi.. Það er hærri glæpatíðni í flestum löndum en hér.. og þá augljóslega hækkar glæpatíðni hér þegar fólk þaðan frá kemur..
Ég held að flestir hér á landi séu með enga fordóma og að flestir geta unnið úr þessum upplýsingum frá fréttamiðlum á góðan hátt án þess að verða fordómafullir...
Jón (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 19:53
Jón, ef uppruni fólksins hefði verið ástæða ódæðisins var það orðið hluti málsins og eðlilegt að fréttin fjallaði um það. En í þessari frétt og ótalmörgum öðrum er svona innskot aðeins til þess fallið að skekkja heildarmyndina og sá fræjum tortryggni og andúðar.
Það er bara broslegt að fullyrða að Íslendingar séu fordómalaus þjóð. Allir eru haldnir einhverjum fordómum um eitthvað. Við tveir erum þar ekki undantekning Jón. Vonlaust getur verið að átta sig hjálparlaust á eigin fordómum, eðli máls samkvæmt. Fordómarnir geta verið bjargföst trú viðkomandi, sem ekki verður haggað.
Hinsvegar hefur mér fundist sumir fullfljótir að hrópa fordómar, fordómar þegar viðraðar hafa verið skoðanir sem ekki samrýmast skoðunum viðkomandi.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.1.2009 kl. 20:23
Hvað um þennan Lárus á Krua THai sem er að stafla erlendu vinnuafli svona saman á einum stað? Þarf ekki eitthvað að athuga aðbúnað þessa fólks og hvernig hann er að fara með það?
Elvar (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 20:36
Elvar, ég hef ekki hugmynd um þau mál og sé ekki hvernig það tengist þessari umfjöllun. En ef þú telur þig vita að þar sé pottur brotinn þá er það borgaraleg skylda þín að koma því á framfæri við viðkomandi yfirvöld, það er þeirra að vinna úr því.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.1.2009 kl. 20:44
Axel, ég meinti að ég held að íslendingar séu ekki fordómafullir gagnvart útlendingum, en vissulega eru flestir fordómafullir á einhvern hátt, ég er held ég frekar fljótur að dæma hluti.
Ég held að þetta innskot sé ekki til að sá fræjum andúðar, sé það bara ekki passa þarna inn í, einungis til þess að lýsa fréttinni sem best. Þetta er bara spurning um hvernig þú lýsir fólki, sem unglingum, útlendingum, foreldrum, ellilíferisþegum, það kæmi fréttinni svo sem ekkert við ef að þetta hefðu verið ellilíferisþegar, en mér hefði fundist allt í lagi að heyra það. Alveg eins og mér finnst fínt að hafa heyrt að þetta voru útlendingar.
Mín skoðun er sú að það þurfi að takmarka hverjir koma til landsins til að minnka menningarárekstra, mér finnst að fólk eigi að læra íslensku áður en það fær ríkisborgararétt o.fl.
Annars er þetta erfitt umfangsefni.
En til að geta flokkað upplýsingar sem best, er best að hafa sem flestar breytur og útlendingar eru ein breyta.
Jón (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 21:09
Það þarf að skoða svo margt Axel í framkomu fólks. Ég til dæmis bjó eitt sinn út á landi í rúm tvö ár. Þegar þáverandi framkvæmdastjóri LÍU vildi losna við mig úr starfi vegna þess að ég fékk góðan hljómgrunn fyrir þá skoðun mína að kvótanum bæri að skipta á milli byggðarlaga og fiskiskipa voru góð ráð dýr. Stjórnarformaður fyrirtækisins sem ég vann hjá og minn nánasti samstarfsmaður spunnu upp um mig lygavef svo svæsinn að forveri minn í starfi sagðist ekki hafa það eftir, vildi hlífa mér. Eitt barst mér til eyrna löngu síðar. Það var að ég væri samkynhneigður, hommi. Sá tilbúningur þeirra hefur orðið lífsseigur:)
Þú veist um hverja ég er að tala. Ég get ekki annað en vorkennt þeim. Annar þeirra býr á staðnum enn eftir því sem mér er sagt.
Hvort fólk er af erlendi bergi brotið eða ekki hljómar sem hjal hjá svona söguburði.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.1.2009 kl. 22:31
Auðvitað ekki. Hvenær eigum við að hittast Sigrún;)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.1.2009 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.