Klárlega heimsmet

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur nú tekið við formennsku í Framsóknarflokknum af Höskuldi Þórhallssyni  fráfarandi formanni sem gegndi því embætti í fimm mínútur, sem hlýtur að vera heimsmet.

Höskuldur býður sig ekki fram í varaformanninn þar sem honum þykir raunhæfara að vinna sig upp en ekki niður.

  
mbl.is Formaður í fimm mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðstoðarformaður og aðalráðgjafi hins nýja Formanns, mun verða Gunnlaugur Sigmundsson,faðir hans.En Gunnlaugur þessi kann ýmis brellibrögð.

Númi (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 17:20

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigmundur ku vera mikill fjáraflamaður af gamla Framsóknarskólanum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.1.2009 kl. 17:27

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

P.s. ætlaði að segja Gunnlaugur Sigmundsson. Þ.e.a.s. faðir formannsins sem tók við af Höskuldi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.1.2009 kl. 17:28

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nú er bara að sjá hvort Sigmundur lafir lengur á stól formanns en fyrirrenarar hans. Veit einhver hvort flokkurinn hallar nú til hægri eða vinstri eða bara undir flatt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.1.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband