Eldhúsdagur á Alþingi.

Bjarni BenBjarni Benediktsson flutti í kvöld á Alþingi sína fyrstu eldhúsdagsræðu sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Ég varð satt að segja undrandi á því hvað ræðan var máttlaus,  innihaldsrýr og illa flutt, sannast sagna. Það var engu líkara en taugatrekkur unglingur,  hikstandi af sviðsskrekk væri að lesa upp efni sem hann hafði engan áhuga á.

Ég hugsa að Sjálfstæðismenn muni fljótlega átta sig á að þeir hefðu á landsfundinum, betur valið Kristján Þór Júlíusson til að leiða flokkinn. En þeir kusu að velja ætterni fram yfir mannkosti þó sú tíð sé almennt liðin að menn  upphefjist  af mannkostum annarra. Ekki þarf að óttast að sá Bjarni sem birtist okkur á skjánum í kvöld muni sópa fylgi að Sjálfstæðisflokknum í komandi kosningum, til þess þarf öllu meiri bóg.

Birkir J. Jónsson Framsóknarflokki kom mér verulega á óvart með ágætri ræðu.   En ræðu kvöldsins átti Steingrímur J. Sigfússon eins og svo oft áður,  um það verður ekki deilt.

 
mbl.is Byggja þarf velferðarbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Mér fannst Jóhanna best, en sammála þér að öðru leyti. Bjarni var máttlaus og greinilega mjög stressaður og eldmessa Steingríms var í hans anda.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 7.4.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Ingibjörg.

Jóhanna stóð sig ágætlega eins og hennar var von og vísa. En þótt hún sé eini stjórnmálamaðurinn á Íslandi sem ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir þá er hún ekki einn af mínum uppáhalds ræðumönnum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2009 kl. 23:15

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allar ræðurnar sem ég nennti að hlusta á voru innihaldslaus frasaknyppi.

Hann Bjarni þarna gæti prófað spítt, eða kók.  Það ku vinna vel á sviðsskrekk. 

Ásgrímur Hartmannsson, 7.4.2009 kl. 23:43

4 identicon

Gaman að þú skulir vera komin úr fríi

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband