Smiður beðinn að baka brauð.
14.4.2009 | 11:06
Enn hamast illar tungur og óvandaðar sálir á Mogganum á honum Guðlaugi okkar Þór Þórðarsyni, algerlega að ósekju.
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hefur því ákveðið að óska eftir að Ríkisendurskoðun taki út störf hans fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur þann tíma sem hann var stjórnarformaður fyrirtækisins!
Þetta er undarleg ósk og tæplega sett fram í öðrum tilgangi en þeim að slá ryki í augu almennings og í þeirri von að auðtrúa kjósendur hugsi sem svo að sá sem leggi fram slíka ósk, hafi ekkert að fela.
Guðlaugur Þór veit manna best að Ríkisendurskoðandi hefur , vegna þess hvað tími fram að kosningum er knappur, varla tíma til að svara beiðninni formlega hvað þá meir.
Guðlaugur veit líka að Ríkisendurskoðandi mun hafna beiðninni enda málið utan hans verksviðs. Á heimasíðu Ríkisendurskoðunar er fjallað um hlutverk stofnunarinnar þar segir m.a:
Meginhlutverk Ríkisendurskoðunar er að endurskoða ríkisreikning og reikninga þeirra stofnana og fyrirtækja sem hafa með höndum rekstur eða fjárvörslu á vegum ríkisins, eru rekin á ábyrgð ríkissjóðs eða ríkissjóður á að hálfu eða meira. Í þessu sambandi leggur hún einnig mat á það hvort innra eftirlit stofnana og fyrirtækja sé fullnægjandi. Ríkisendurskoðun hefur auk þess eftirlit með framkvæmd fjárlaga og er þingnefndum til aðstoðar við störf sem varða fjárhagsmálefni ríkisins. Þá er henni ætlað að endurskoða stjórnsýslu ríkisins og meta hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri ríkisstofnana og fyrirtækja og hvort þau fylgi gildandi lagafyrirmælum í þessu sambandi.
Eins og á þessu sést er hlutverk Ríkisendurskoðunar fyrst og fremst að yfirfara og endurskoða bókhaldslega og skilda þætti í rekstri Ríkisins og stofnana þess. Ríkisendurskoðun getur ekki rannsakað óskjalfest samtöl manna í síma eða út í bæ, um mál sem ekkert koma bókhaldi eða beinum rekstri viðkomandi stofnana við, til þess skortir heimild í lögum.
Það er deginum ljósara að þessar greiðslur til Sjálfstæðisflokksins sem hér um ræðir, greiðar og gagngjöld þeim tengdar hafa ekki verið færðar til bókar hjá Orkuveitunni. Þar mun auðvitað ekkert finnast um þau mál, verði það skoðað. Á sú staðreynd þá að sanna að Guðlaugur hafi ekki haft neina aðkomu að málinu?
Guðlaugur hefur nú samkvæmt fréttinni viðurkennt að Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri hafi haft samband við sig upp á spítala. Að loknu kurteisishjali um ástand afturenda Guðlaugs hafi styrkjamálið komið upp. Þeir hafi farið yfir málið, fram hafi komið að annar aðili hafi haft samband við Sigurjón varðandi styrkinn. En þrátt fyrir þessa yfirferð munu þeir ekki hafa rætt málið.
Magnaðar græjur þessir nýju símar, með þeim er greinilega hægt að tala um alla skapaða hluti við annan aðila án þess að umræðuefnið beri nokkurn tíma á góma.
Var í beinu sambandi við bankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.