Markmið Núllflokksins endurvakið?

Í Alþingiskosningum 1971 kom fram framboð sem vakti að vonum nokkra athygli. Þar var á ferðinni Framboðsflokkurinn, sem líka var kallaður Núllflokkurinn eftir að hann fékk  listabókstafinn O.

Framboðsflokkurinn hafði það yfirlýsta og háleita markmið að fá mann ekki kjörinn á þing!

Nú hefur Ástþór og Lýðræðishreyfing hans tekið upp þetta gamla baráttumál Núllflokksins, þótt framkvæmdin sé með allt öðrum og ólíkum hætti.

Núllið fékk 2110 atkvæði í kosningunum, ólíklegt verður að telja að Ástþór & Co jafni það þótt kjósendum hafi fjölgað verulega síðan þá.

 
mbl.is Kallaði lögreglu að Útvarpshúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha :(

er það hlutverk ríkisútvarpsins að viljandi gera sum framboð ósýnilegri en önnur?  Er ekki nógu erfitt að gera breytingar innan þessa ramma sem við köllum "lýðræði" hér á íslandi?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 18:51

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gullvagn, auðvitað á ekki að mismuna framboðum, allir eiga að sitja við sama borð. Ég fór inn á vef RUV og fann þar vandræðalaust, það sem Ástþóri er hulið af einhverjum ástæðum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.4.2009 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband